Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 18. febrúar 2021 16:51 Tryggvi lenti í villuvandræðum snemma í dag en skilaði hins vegar sínu. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. Ísland er því komið áfram og leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Slóvakarnir voru sterkari í upphafi leiksins. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrirsjáanlegur. Slóvakarnir voru ákafir varnarlega en dómarar leiksins nýttu flauturnar þó vel og flautuðu á flest allt sem hægt var að flauta á. Sér í lagi ef líða fór á leikinn. Staðan var 20-20 eftir fyrsta leikhlutann og Ísland gat varla keypt sér þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum og öðrum leikhlutanum. Áfram var jafnræði með liðunum í öðrum leikhlutanum en þrátt fyrir að vera undir nær allan fyrri hálfleikinn komust strákarnir yfir fyrir hlé og leiddu 43-39 í hálfleik. Hörður Axel í landsleik gegn Slóvakíu á síðasta ári.vísir/vilhelm Sýning í þriðja leikhluta Tryggvi Snær Hlinason var kominn með þrjár villur í fyrri hálfleiknum og Ragnar Ágúst Nathanaelsson fjórar. Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og voru strákarnir magnaðir í þriðja leikhlutanum. Þristunum rigndi, boltahreyfingin var frábær sóknarlega og strákarnir unnu að endingu þriðja leikhlutanum, 36-16. Þá var björninn nánast unnin því allur kraftur virtist úr slóvaska liðinu. Þeir voru pirraðir, sér í lagi þjálfari liðsins sem hreytti í leikmenn sína hvað eftir annað, á meðan íslenska liðið lék við hvurn sinn fingur. Þeir komust mest rúmlega tuttugu stigum yfir en síðustu mínútur leiksins slökuðu strákarnir aðeins á klónni. Slóvakía náði að minnka muninn niður í tæplega tíu stig en tíminn var of naumur og strákarnir því komnir áfram í næstu umferð, þrátt fyrir að eiga einn leik eftir gegn Lúxemborg á laugardag. Jón Axel Guðmundsson var frábær í kvöld.Mynd/FIBAEurope Tveir skinu Íslenska liðið hitt, eins og áður segir, ekkert framan af en þegar það hitnaði - þá hitnaði karfan! Sér í lagi þegar Jón Axel Guðmundsson var með boltan. Grindvíkingurinn endaði stigahæstur með 29 stig. Hann setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Tók hann að auki sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera í villuvandræðum, og fá villur fyrir litlar sakir, þá stóð Tryggvi Snær sig ansi vel. Hann endaði með sautján stig, fjórtán fráköst og 25 framlagspunkta. Elvar Friðriksson gerði sextán stig, Sigtryggur Arnar Björnsson tólf og Kári Jónsson ellefu. Aðrir minna. ... og fleiri Martin Hermannsson, Hlynur Bæringsson, Haukur Helgi Pálsson, Ægir Þór Steinarsson. Þetta er brot af þeim leikmönnum sem vantaði í íslenska liðið í kvöld - og í þessari ferð. Það er ljóst að breiddin er að aukast í íslenska landsliðinu sem er vel. Margir spiluðu vel í kvöld og minntu vel á sig. Raggi Nat kom með fína innkomu af bekknum og stemningin var í hæstu hæðum. Strákarnir hafa þó ekki lokið sér af. Þeir spila síðasta leik riðilsins gegn Lúxemborg á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 15.00. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála á laugardag. Körfubolti
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. Ísland er því komið áfram og leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Slóvakarnir voru sterkari í upphafi leiksins. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrirsjáanlegur. Slóvakarnir voru ákafir varnarlega en dómarar leiksins nýttu flauturnar þó vel og flautuðu á flest allt sem hægt var að flauta á. Sér í lagi ef líða fór á leikinn. Staðan var 20-20 eftir fyrsta leikhlutann og Ísland gat varla keypt sér þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum og öðrum leikhlutanum. Áfram var jafnræði með liðunum í öðrum leikhlutanum en þrátt fyrir að vera undir nær allan fyrri hálfleikinn komust strákarnir yfir fyrir hlé og leiddu 43-39 í hálfleik. Hörður Axel í landsleik gegn Slóvakíu á síðasta ári.vísir/vilhelm Sýning í þriðja leikhluta Tryggvi Snær Hlinason var kominn með þrjár villur í fyrri hálfleiknum og Ragnar Ágúst Nathanaelsson fjórar. Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og voru strákarnir magnaðir í þriðja leikhlutanum. Þristunum rigndi, boltahreyfingin var frábær sóknarlega og strákarnir unnu að endingu þriðja leikhlutanum, 36-16. Þá var björninn nánast unnin því allur kraftur virtist úr slóvaska liðinu. Þeir voru pirraðir, sér í lagi þjálfari liðsins sem hreytti í leikmenn sína hvað eftir annað, á meðan íslenska liðið lék við hvurn sinn fingur. Þeir komust mest rúmlega tuttugu stigum yfir en síðustu mínútur leiksins slökuðu strákarnir aðeins á klónni. Slóvakía náði að minnka muninn niður í tæplega tíu stig en tíminn var of naumur og strákarnir því komnir áfram í næstu umferð, þrátt fyrir að eiga einn leik eftir gegn Lúxemborg á laugardag. Jón Axel Guðmundsson var frábær í kvöld.Mynd/FIBAEurope Tveir skinu Íslenska liðið hitt, eins og áður segir, ekkert framan af en þegar það hitnaði - þá hitnaði karfan! Sér í lagi þegar Jón Axel Guðmundsson var með boltan. Grindvíkingurinn endaði stigahæstur með 29 stig. Hann setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Tók hann að auki sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera í villuvandræðum, og fá villur fyrir litlar sakir, þá stóð Tryggvi Snær sig ansi vel. Hann endaði með sautján stig, fjórtán fráköst og 25 framlagspunkta. Elvar Friðriksson gerði sextán stig, Sigtryggur Arnar Björnsson tólf og Kári Jónsson ellefu. Aðrir minna. ... og fleiri Martin Hermannsson, Hlynur Bæringsson, Haukur Helgi Pálsson, Ægir Þór Steinarsson. Þetta er brot af þeim leikmönnum sem vantaði í íslenska liðið í kvöld - og í þessari ferð. Það er ljóst að breiddin er að aukast í íslenska landsliðinu sem er vel. Margir spiluðu vel í kvöld og minntu vel á sig. Raggi Nat kom með fína innkomu af bekknum og stemningin var í hæstu hæðum. Strákarnir hafa þó ekki lokið sér af. Þeir spila síðasta leik riðilsins gegn Lúxemborg á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 15.00. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála á laugardag.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti