Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 20:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“ Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“
Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04