Bjarni um nýja starfið: Verður aðalliðinu innan handar og lokar ekki á endurkomu til KR í framtíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2021 18:16 Bjarni Guðjónsson er nýr þjálfari U19 ára liðs Norrköping. Vísir/Sigurjón Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að grípa tækifærið og taka við U19 ára liði Norrköping í Svíþjóð en Bjarni hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR. Varð KR Íslandsmeistari sumarið 2019 undir þeirra stjórn. Nú þarf Rúnar að fá annan mann með sér til að stýra skútunni þar sem Bjarni ákvað að fara í víking til Svíþjóðar. Eitthvað sem hann hefur stefnt að síðan hann færði sig út í þjálfun. „Síðan maður fór að þjálfa hefur maður gert sér vonir um það að maður fengi tækifæri til að fara aftur út og þetta í alvörunni eins og maður segir. Þó það sé töluvert mikil alvara yfir þessu heima er umhverfið allt öðruvísi og faglegra úti, svo já þetta hefur aðeins blundað í mér,“ sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Um nýja vinnuveitandann „Þeir hafa gert þetta mjög vel, góð tenging við Ísland og Akranes alveg sérstaklega,“ sagði Bjarni um Norrköping en Bjarni á ættir að rekja þangað. Bróðir hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, er þjálfari ÍA í Pepsi Max deild karla og bróðursonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, leikur með aðalliði sænska félagsins. „Það er aðeins öðruvísi, þar eru þeir að einbeita sér að þeim leikmönnum sem þeir hafa náð í og sett þá beint í aðalliðið. Þeir strákar sem hafa farið ofan af Akranesi, Arnór [Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu í dag], Ísak og Oliver [Stefánsson] hafa farið beint inn í aðalliðið, æft með aðalliðinu og spilað með U19 ára liðinu þangað til þeir eru klárir að spila fyrir aðalliðið. Þannig að þjálfunin hjá þeim hefur ekki verið í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni en hann mun taka við þjálfun þess aldurshóps hjá félaginu eins og áður segir. Atvinnumannaumhverfi hjá félaginu „Umhverfið sem ég er að fara inn í er svoleiðis. Það eru morgunæfingar og seinni parts æfingar, þar á milli er aðalliðið að æfa og ég á að taka einhvern þátt í því líka. Ég verð þessum yngri strákum innan handar og leiðbeina þeim í gegnum fyrstu skrefin sem atvinnumenn.“ „Þessi leið, að fá að fara út á þessum aldri og æfa með aðalliði er ekki eitthvað sem mörg lið bjóða upp á. Það sem er gaman við þetta er að þarna eru fáir og vel valdir leikmenn – Stefán Þórðarson hefur tekið mikinn þátt í því og á eflaust eftir að gera áfram – svo fara hagsmunir þessa örfáu leikmanna sem fá þetta tækifæri og félagsins sterkt saman. Þetta hefur heppnast vel hjá þeim hingað til.“ Bjarni mun þjálfa son sinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, sonur Bjarna, er einnig á leið til sænska félagsins. „Þetta er djúpt í okkar fjölskyldu, þetta er ofboðslega gaman. Ef Jói fer þarna út er stefnan á að hann fari í aðalliðið og æfi með þeim en fyrst um sinn þá myndi hann spila fyrir mig í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni og glotti við tönn. Bjarni og Jóhannes Kristinn eru ekki einu KR-ingarnir sem verða í herbúðum Norrköping en varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason gekk í raðir sænska félagsins í janúar. Erfitt að yfirgefa KR „Þetta var alls ekki létt ákvörðun. Okkur líður rosalega vel hérna heima, það er frábært að vinna í KR, ofboðslega skemmtileg og góð reynsla. Eftir að hafa unnið með Rúnari í tæp fjögur ár er ég orðinn mikið betri þjálfari áður en ég fór að vinna með honum. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem KR hefur gefið mér og það sem hefur gerst þar. Ég er nú bara rétt að byrja í þessari þjálfun þannig að, maður veit ekki hvort nema maður komi kannski aftur.“ „KR-ingar vilja alltaf fara og keppa um stóra titilinn. Er ekki í nokkrum vafa um það að það verði eitthvað öðruvísi í ár en að þeir keppi um stóru bikarana,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari U19 liðs Norrköping, að lokum. Klippa: Bjarni Guðjóns um nýja starfið í Svíþjóð Fótbolti Sænski boltinn Íslenski boltinn KR Sportpakkinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Sjá meira
Varð KR Íslandsmeistari sumarið 2019 undir þeirra stjórn. Nú þarf Rúnar að fá annan mann með sér til að stýra skútunni þar sem Bjarni ákvað að fara í víking til Svíþjóðar. Eitthvað sem hann hefur stefnt að síðan hann færði sig út í þjálfun. „Síðan maður fór að þjálfa hefur maður gert sér vonir um það að maður fengi tækifæri til að fara aftur út og þetta í alvörunni eins og maður segir. Þó það sé töluvert mikil alvara yfir þessu heima er umhverfið allt öðruvísi og faglegra úti, svo já þetta hefur aðeins blundað í mér,“ sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Um nýja vinnuveitandann „Þeir hafa gert þetta mjög vel, góð tenging við Ísland og Akranes alveg sérstaklega,“ sagði Bjarni um Norrköping en Bjarni á ættir að rekja þangað. Bróðir hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, er þjálfari ÍA í Pepsi Max deild karla og bróðursonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, leikur með aðalliði sænska félagsins. „Það er aðeins öðruvísi, þar eru þeir að einbeita sér að þeim leikmönnum sem þeir hafa náð í og sett þá beint í aðalliðið. Þeir strákar sem hafa farið ofan af Akranesi, Arnór [Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu í dag], Ísak og Oliver [Stefánsson] hafa farið beint inn í aðalliðið, æft með aðalliðinu og spilað með U19 ára liðinu þangað til þeir eru klárir að spila fyrir aðalliðið. Þannig að þjálfunin hjá þeim hefur ekki verið í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni en hann mun taka við þjálfun þess aldurshóps hjá félaginu eins og áður segir. Atvinnumannaumhverfi hjá félaginu „Umhverfið sem ég er að fara inn í er svoleiðis. Það eru morgunæfingar og seinni parts æfingar, þar á milli er aðalliðið að æfa og ég á að taka einhvern þátt í því líka. Ég verð þessum yngri strákum innan handar og leiðbeina þeim í gegnum fyrstu skrefin sem atvinnumenn.“ „Þessi leið, að fá að fara út á þessum aldri og æfa með aðalliði er ekki eitthvað sem mörg lið bjóða upp á. Það sem er gaman við þetta er að þarna eru fáir og vel valdir leikmenn – Stefán Þórðarson hefur tekið mikinn þátt í því og á eflaust eftir að gera áfram – svo fara hagsmunir þessa örfáu leikmanna sem fá þetta tækifæri og félagsins sterkt saman. Þetta hefur heppnast vel hjá þeim hingað til.“ Bjarni mun þjálfa son sinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, sonur Bjarna, er einnig á leið til sænska félagsins. „Þetta er djúpt í okkar fjölskyldu, þetta er ofboðslega gaman. Ef Jói fer þarna út er stefnan á að hann fari í aðalliðið og æfi með þeim en fyrst um sinn þá myndi hann spila fyrir mig í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni og glotti við tönn. Bjarni og Jóhannes Kristinn eru ekki einu KR-ingarnir sem verða í herbúðum Norrköping en varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason gekk í raðir sænska félagsins í janúar. Erfitt að yfirgefa KR „Þetta var alls ekki létt ákvörðun. Okkur líður rosalega vel hérna heima, það er frábært að vinna í KR, ofboðslega skemmtileg og góð reynsla. Eftir að hafa unnið með Rúnari í tæp fjögur ár er ég orðinn mikið betri þjálfari áður en ég fór að vinna með honum. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem KR hefur gefið mér og það sem hefur gerst þar. Ég er nú bara rétt að byrja í þessari þjálfun þannig að, maður veit ekki hvort nema maður komi kannski aftur.“ „KR-ingar vilja alltaf fara og keppa um stóra titilinn. Er ekki í nokkrum vafa um það að það verði eitthvað öðruvísi í ár en að þeir keppi um stóru bikarana,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari U19 liðs Norrköping, að lokum. Klippa: Bjarni Guðjóns um nýja starfið í Svíþjóð
Fótbolti Sænski boltinn Íslenski boltinn KR Sportpakkinn Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Sjá meira