Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2021 21:55 Særún Eydís Ásgeirsdóttir er flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Egill Aðalsteinsson Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56