Til þess er málið varðar Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun