Falleinkunn í Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:01 Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. Hvað á þetta að ganga lengi svona? Ég hef heyrt það áður að fara eigi að taka á þessu, ég einfaldlega held að Reykjavíkurborg ráði því miður ekki við þetta verkefni. Þegar búið er að eyða yfir 500 milljónum í viðgerðir á húsnæði líkt og gert hefur verið í Fossvogsskóla þá ætti árangurinn að vera allt annar en þessi. Það er algerlega óásættanlegt að hættulegar myglutegundir séu að finnast í skólanum eftir allan þennan tíma og alla þessa peninga sem farið hafa í endurbætur. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráð sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Hvaða áhrif hefur mygla á börn til framtíðar Stóra spurningin núna er hins vegar hvaða áhrif mun þetta hafa til framtíðar á þau börn sem eru veik og munu önnur börn veikjast áður en búið er að taka á þessu. Þar sem skýrt er kveðið á um að það sé skylda borgarinnar að búa börnum og starfsfólki húsnæði sem er fullnægjandi hver er þá réttur þeirra barna og starfsmanna sem hafa verið í húsnæði sem hefur ekki verið heilsusamlegt? Er Reykjavíkurborg skaðabótaskyld gagnvart þeim sem hafa veikst? Er myglu að finna í fleiri skólum Tillaga Sjálfstæðisflokks um að greina ástandið í fleiri skólum af óháðum aðilum nær vonandi fram að ganga. Mikilvægt er að foreldrar barna sem dvelja í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar verði upplýst um það hvort myglu sé að finna í húsnæði skólanna. Eins á að vera hægt að nálgast upplýsingar um úttektir er gerðar hafa verið á húsnæði leik- og grunnskóla á heimasíðum skólanna, þar geta foreldrar með auðveldum hætti lesið sér til um ástand þess húsnæðis sem börn þeirra dvelja í. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. Hvað á þetta að ganga lengi svona? Ég hef heyrt það áður að fara eigi að taka á þessu, ég einfaldlega held að Reykjavíkurborg ráði því miður ekki við þetta verkefni. Þegar búið er að eyða yfir 500 milljónum í viðgerðir á húsnæði líkt og gert hefur verið í Fossvogsskóla þá ætti árangurinn að vera allt annar en þessi. Það er algerlega óásættanlegt að hættulegar myglutegundir séu að finnast í skólanum eftir allan þennan tíma og alla þessa peninga sem farið hafa í endurbætur. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráð sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Hvaða áhrif hefur mygla á börn til framtíðar Stóra spurningin núna er hins vegar hvaða áhrif mun þetta hafa til framtíðar á þau börn sem eru veik og munu önnur börn veikjast áður en búið er að taka á þessu. Þar sem skýrt er kveðið á um að það sé skylda borgarinnar að búa börnum og starfsfólki húsnæði sem er fullnægjandi hver er þá réttur þeirra barna og starfsmanna sem hafa verið í húsnæði sem hefur ekki verið heilsusamlegt? Er Reykjavíkurborg skaðabótaskyld gagnvart þeim sem hafa veikst? Er myglu að finna í fleiri skólum Tillaga Sjálfstæðisflokks um að greina ástandið í fleiri skólum af óháðum aðilum nær vonandi fram að ganga. Mikilvægt er að foreldrar barna sem dvelja í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar verði upplýst um það hvort myglu sé að finna í húsnæði skólanna. Eins á að vera hægt að nálgast upplýsingar um úttektir er gerðar hafa verið á húsnæði leik- og grunnskóla á heimasíðum skólanna, þar geta foreldrar með auðveldum hætti lesið sér til um ástand þess húsnæðis sem börn þeirra dvelja í. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun