„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:06 FKA Twigs á Brit-verðlaunum í febrúar í fyrra. Getty/Jim Dyson Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína. Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína.
Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent