Southampton slapp við ósigur sjöunda leikinn í röð og kom í leiðinni í veg fyrir sjötta sigur Chelsea í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 14:25 Minamino fagnar marki sínu í dag. Matt Watson/Getty Images Eftir sex tapleiki í röð tókst Southampton að næla í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hefði Chelsea unnið þá hefði þetta verið sjötti sigur liðsins í röð. Takumi Minamino – lánsmaðurinn frá Liverpool – kom heimamönnum í Southampton yfir eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Nathan Redmond og kláraði færið af yfirvegun. Þóttist hann skjóta og setti þannig Edouard Mendy, markvörð Chelsea, á rassinn, áður en hann setti boltann í netið. Minamino sat them down pic.twitter.com/ZVi5wYU6S6— B/R Football (@brfootball) February 20, 2021 Staðan 1-0 í hálfleik Southampton í vil. Mason Moutn jafnaði metin fyrir Chelsea í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Danny Ings braut á Mount. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard var nálægt því að tryggja heimamönnum sigurinn en skalli hans endaði í þverslánni. 46 mins: CHO subbed on76 mins: CHO subbed off pic.twitter.com/zD7oWowwZU— B/R Football (@brfootball) February 20, 2021 Þá vakti athygli að Callum Hudson-Odoi kom inn af varamannabekk Chelsea í hálfleik en var tekinn af velli á 76. mínútu leiksins. Virtist hann ekki vera að glíma við meiðsli. Chelsea er nú í 4. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki. Southampton er í 13. sæti með 30 stig eftir að hafa leikið 24 leiki. Enski boltinn Fótbolti
Eftir sex tapleiki í röð tókst Southampton að næla í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hefði Chelsea unnið þá hefði þetta verið sjötti sigur liðsins í röð. Takumi Minamino – lánsmaðurinn frá Liverpool – kom heimamönnum í Southampton yfir eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Nathan Redmond og kláraði færið af yfirvegun. Þóttist hann skjóta og setti þannig Edouard Mendy, markvörð Chelsea, á rassinn, áður en hann setti boltann í netið. Minamino sat them down pic.twitter.com/ZVi5wYU6S6— B/R Football (@brfootball) February 20, 2021 Staðan 1-0 í hálfleik Southampton í vil. Mason Moutn jafnaði metin fyrir Chelsea í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Danny Ings braut á Mount. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard var nálægt því að tryggja heimamönnum sigurinn en skalli hans endaði í þverslánni. 46 mins: CHO subbed on76 mins: CHO subbed off pic.twitter.com/zD7oWowwZU— B/R Football (@brfootball) February 20, 2021 Þá vakti athygli að Callum Hudson-Odoi kom inn af varamannabekk Chelsea í hálfleik en var tekinn af velli á 76. mínútu leiksins. Virtist hann ekki vera að glíma við meiðsli. Chelsea er nú í 4. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki. Southampton er í 13. sæti með 30 stig eftir að hafa leikið 24 leiki.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti