Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 13:41 Frá fundi indverskra og kínverskra hermanna í Himalæjafjöllum þann 10. febrúar. Ríkin féllust nýverið á að draga úr spennu á svæðinu. AP/Her Indlands Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57