Man City komið með tíu stiga for­ystu á toppi deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sterling stangaði boltann í netið eftir rétt rúmlega mínútu í leik dagsins. Reyndist það eina mark leiksins.
Sterling stangaði boltann í netið eftir rétt rúmlega mínútu í leik dagsins. Reyndist það eina mark leiksins. Marc Atkins/Getty Images

Man City komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar

Manchester City er komið með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Arsenal.

Það tók Man City ekki langan tíma að komast yfir á Emirates-vellinum í dag. Raheem Sterling kom gestunum frá Manchester yfir eftir aðeins 76 sekúndna leik með góðum skalla eftir fyrirgjöf Riyad Mahrez.

Eins ótrúlegt og það hljómar reyndist það eina mark leiksins. Leiknum lauk því með 1-0 sigri Man City er nú með 59 stig í fyrsta deildarinnar. Þar á eftir kemur Leicester City með 49 stig og Manchester United þar á eftir með 46 stig en lærisveinar Ole Gunanr Solskjær mæta Newcastle United í síðasta leik dagsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira