Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 16:18 Frá jarðarför í Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira