Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2021 17:02 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. Ísland var fyrir leikinn komið áfram og leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Það var mikið jafnræði liðunum í fyrsta leikhlutanum. Ísland var að endingu 29-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann en ansi mikið var skorað. Íslensku skytturnar hittu svo enn betur í þriðja leikhlutanum þar sem okkar menn hreyfðu boltann vel og sköpuðu góð skot. Ísland hafði gert 57 stig í fyrri hálfleiknum og var fjórtán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 57-53, en Lúxemborg voru ekki hættir. Þeir bættu dýrvitlausir inn í síðari hálfleikinn og breyttu meðal annars stöðunni úr 60-45 í 66-64. Það var því útlit fyrir jafnan og spennandi fjórða leikhluta. Það varð raunin og allt þangað til á síðustu sekúndu. Ísland fékk boltann sjö sekúndum fyrir leikslok og eftir frábært leikatriði endaði það með því að Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson setti niður flautuþrist í þann mund sem flautan gall. Sætur sigur strákanna sem fögnuðu vel og innilega. Þetta er svo næs sigurkarfa hjá Elvari. Með klukkuna upp á 10þegar hann veiddi manninn upp. Sultuslakur. #korfubolti— Sigurður O. (@SiggiOrr) February 20, 2021 Jón Axel Guðmundsson var, annan leikinn í röð, frábær í íslenska liðinu. Hann gerði sautján stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tryggvi Snær var einnig mjög öflugur, sér í lagi í fyrri hálfleik og endaði leikinn stigahæstur með 25 stig. Margir aðrir lögðu hönd á plóg. Hörður Axel, Elvar Már og Kári Jónsson áttu allir virkilega góðan leik. Körfubolti
Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. Ísland var fyrir leikinn komið áfram og leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Það var mikið jafnræði liðunum í fyrsta leikhlutanum. Ísland var að endingu 29-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann en ansi mikið var skorað. Íslensku skytturnar hittu svo enn betur í þriðja leikhlutanum þar sem okkar menn hreyfðu boltann vel og sköpuðu góð skot. Ísland hafði gert 57 stig í fyrri hálfleiknum og var fjórtán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 57-53, en Lúxemborg voru ekki hættir. Þeir bættu dýrvitlausir inn í síðari hálfleikinn og breyttu meðal annars stöðunni úr 60-45 í 66-64. Það var því útlit fyrir jafnan og spennandi fjórða leikhluta. Það varð raunin og allt þangað til á síðustu sekúndu. Ísland fékk boltann sjö sekúndum fyrir leikslok og eftir frábært leikatriði endaði það með því að Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson setti niður flautuþrist í þann mund sem flautan gall. Sætur sigur strákanna sem fögnuðu vel og innilega. Þetta er svo næs sigurkarfa hjá Elvari. Með klukkuna upp á 10þegar hann veiddi manninn upp. Sultuslakur. #korfubolti— Sigurður O. (@SiggiOrr) February 20, 2021 Jón Axel Guðmundsson var, annan leikinn í röð, frábær í íslenska liðinu. Hann gerði sautján stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tryggvi Snær var einnig mjög öflugur, sér í lagi í fyrri hálfleik og endaði leikinn stigahæstur með 25 stig. Margir aðrir lögðu hönd á plóg. Hörður Axel, Elvar Már og Kári Jónsson áttu allir virkilega góðan leik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum