Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 29-29 | Flautumark frá Stefáni Darra Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:55 Stefán Darri bjargaði stigi fyrir Fram í dag. Vísir/Bára Fram og Stjarnan skyldu jöfn í Safamýrinni í dag, 29-29. Fram hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Stjörnumenn mættu virkilega illa til leiks í dag. Þeir voru á hælunum, hægir og í miklu basli sóknarlega. Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók leikhlé í stöðunni 6-2 og vakti sína menn. Fram hafði þó öll tök á leiknum í fyrri hálfleik og hélt gestunum í þriggja til fimm marka fjarlægð en munurinn fjögur mörk í hálfeik 18-14 Það voru svo gestirnir sem mættu beittari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin, þeir jöfnuðu svo leikinn í stöðunni 21-21 eftir virkilega öflugan kafla. Fram náði þó aftur góðri forystu þegar líða tók á leikinn og leiddi orðið með þremur mörkum þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka, 27-24. Lokakaflinn varð æsispennandi þar sem Stjarnan vann sig inn í leikinn á ný, Starri Friðriksson jafnaði leikinn í 28-28 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Fram kastaði næstu sókn frá sér og Patrekur tók leikhlé fyrir sína menn sem gátu stolið sigrinum með marki á loka sekúndunum sem og þeir gerðu, Tandri Már Konráðsson skoraði fyrir Stjörnuna og virtist þar vera að tryggja þeim sigurinn enda 4 sekúndur eftir af leiknum. Stefán Darri Þórsson skoraði hins vegar sannkallað flautu mark utan að velli og bjargaði stigi fyrir sína menn sem voru búnir að kasta leiknum frá sér í síðari hálfleik. Lokatölur 29-29. Af hverju varð jafntefli? Það er ótrúlegt hvernig Fram kastaði þessum leik frá sér og endaði svo á því að tryggja sér eitt stig með lokaskotinu. Heilt yfir var Stjarnan ekki að spila nægilega vel í dag, þeir áttu góða kafla á réttu mómenti sem skilaði þeim þessu stigi. Hverjir stóðu upp úr? Lárus Helgi Ólafsson var virkilega öflugur fyrir Fram liðið þrátt fyrir að fá á sig 29 mörk þá varði hann mikið af dauðafærum og var ástæðan fyrir góðri forystu Fram liðsins á stórum kafla í leiknum. Vilhelm Poulsen átti góðan leik, var atkvæðamestur Framara með 8 mörk en Stefán Darri Þórsson var einnig öflugur fyrir sína menn. Pétur Árni Hauksson var frábær varnarlega fyrir Stjörnumenn, hann var með 13 löglegar stöðvanir og 2 stolna bolta. Hann var ekki eins atkvæðamikill sóknarlega en Björgvin Þór Hólmgeirsson var þar flottur. Kom inn með mikinn sprengikraft í sóknina og reif sína menn í gang. Hvað gekk illa? Markvarsla Stjörnunnar var ekki til afspurnar. Fyrsta varða skot gestanna var undir lok fyrri hálfleiks en það varð breyting á því í síðari hálfleik, sérstaklega eftir að Stjörnumenn breyttu til í vörninni þá fylgdi markvarslan með. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næsta mætir Stjarnan Selfossi og Fram fær KA í heimsókn. Basti: Heimavöllurinn okkar er ennþá ósigraður Sebastian Alexandersson hefði viljað fá bæði stigin.vísir/hulda margrét „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sem tók undir að þær væru blendnar tilfinningarnar eftir svona leik „Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Ég skal alveg viðurkenna það að þeir fóru í 5+1 á kantinn og bara heiðarlegt svar, við erum ekkert búnir að æfa neitt við því. Þetta var klókt hjá Patta, ég var búinn með bæði leikhléin mín, ég gat ekki gert neitt til að stilla upp í og var að reyna að koma skilaboðum til leikmanna á hlaupum. Þetta var pínu vandræðalegt en það ekki hægt að æfa fyrir öllum mögulegum aðstæðum“ sagði Basti, ósáttur með kaflann þar sem Stjarnan vann sig inn í leikinn „Við ætluðum okkur sex stig í þessari viku, fengum þrjú. Staðreyndin er bara að við skoruðum alveg nóg bæði á fimmtudaginn gegn Gróttu og í dag til að vinna leikinn. Það er búið að tala um að sóknarleikur Fram liðsins sé búið að vera vandamál síðustu ár, við skorum 29 mörk í dag en enn og aftur finnst mér við eiga að gera betur í vörn“ „Ég vill frekar vinna með því að fá færri mörk á mig en að þurfa alltaf að skora meira en andstæðingurinn“ sagði Basti sem gerir sér þó eflaust grein fyrir því að hann þarf að skora meira en andstæðingurinn til þess að vinna leiki Fram hefur ekki tapað leik í Safamýrinni á tímabilinu og segir Basti að ekkert lið eigi að taka með sér tvö stig úr Safamýrinni „Við trúum því að hér komi enginn og sæki bæði stigin, allavega ekki án þess að við gefum allt í það. Heimavöllurinn okkar er ennþá ósigraður og við ætlum að halda því þannig næsta sunnudag“ sagði Basti að lokum Patrekur: Adam er efnilegasti markmaður á Íslandi í dag Patrekur Jóhannesson sagði að 5+1 vörnin hefði breytt gangi mála gegn Fram.vísir/elín björg „Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum „Framararnir voru miklu ákveðnari í byrjun leiks og áttu skilið að vera með fimm, sex marka forskot. Ég er ekki ánægður með það en stundum gerist þetta. Ég er ánægður að við gáfumst ekkert upp, við breyttum í 5+1 og það er það sem vinnur svo stigið, þessi 5+1 vörn“ sagði Patti sem segist ekki hafa æft þetta mikið en var ánægður með útkomuna í dag „Ég notaði þetta mikið með Austurríki en ekki á Garðbæingana svo ég er ánægður að þetta virkaði vel í restina“ Framan af leik voru markverðir Stjörnunnar ekki búnir að verja neitt og höfðu þeir aðeins varið tvo bolta í hálfleik, Patti segir það alveg eðlilegt „Adam er efnilegasti markmaður á Íslandi í dag, hann er búinn að vera frábær hjá okkur. Þetta er bara hluti af þessu, auðvitað er hægt að fá einhvern fullmótaðan erlendan markmann sem er búinn að spila í erlendu deildunum. Hann (Adam) þarf líka að eiga sína „down“ hálfleika, því svo var hann frábær í seinni hálfleik. Adam er bara frábær og ég vissi alveg af því að það kæmu kaflar þar sem hann myndi ekki verja skot“ „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt“ sagði Patti að lokum Olís-deild karla Fram Stjarnan
Fram og Stjarnan skyldu jöfn í Safamýrinni í dag, 29-29. Fram hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Stjörnumenn mættu virkilega illa til leiks í dag. Þeir voru á hælunum, hægir og í miklu basli sóknarlega. Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók leikhlé í stöðunni 6-2 og vakti sína menn. Fram hafði þó öll tök á leiknum í fyrri hálfleik og hélt gestunum í þriggja til fimm marka fjarlægð en munurinn fjögur mörk í hálfeik 18-14 Það voru svo gestirnir sem mættu beittari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin, þeir jöfnuðu svo leikinn í stöðunni 21-21 eftir virkilega öflugan kafla. Fram náði þó aftur góðri forystu þegar líða tók á leikinn og leiddi orðið með þremur mörkum þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka, 27-24. Lokakaflinn varð æsispennandi þar sem Stjarnan vann sig inn í leikinn á ný, Starri Friðriksson jafnaði leikinn í 28-28 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Fram kastaði næstu sókn frá sér og Patrekur tók leikhlé fyrir sína menn sem gátu stolið sigrinum með marki á loka sekúndunum sem og þeir gerðu, Tandri Már Konráðsson skoraði fyrir Stjörnuna og virtist þar vera að tryggja þeim sigurinn enda 4 sekúndur eftir af leiknum. Stefán Darri Þórsson skoraði hins vegar sannkallað flautu mark utan að velli og bjargaði stigi fyrir sína menn sem voru búnir að kasta leiknum frá sér í síðari hálfleik. Lokatölur 29-29. Af hverju varð jafntefli? Það er ótrúlegt hvernig Fram kastaði þessum leik frá sér og endaði svo á því að tryggja sér eitt stig með lokaskotinu. Heilt yfir var Stjarnan ekki að spila nægilega vel í dag, þeir áttu góða kafla á réttu mómenti sem skilaði þeim þessu stigi. Hverjir stóðu upp úr? Lárus Helgi Ólafsson var virkilega öflugur fyrir Fram liðið þrátt fyrir að fá á sig 29 mörk þá varði hann mikið af dauðafærum og var ástæðan fyrir góðri forystu Fram liðsins á stórum kafla í leiknum. Vilhelm Poulsen átti góðan leik, var atkvæðamestur Framara með 8 mörk en Stefán Darri Þórsson var einnig öflugur fyrir sína menn. Pétur Árni Hauksson var frábær varnarlega fyrir Stjörnumenn, hann var með 13 löglegar stöðvanir og 2 stolna bolta. Hann var ekki eins atkvæðamikill sóknarlega en Björgvin Þór Hólmgeirsson var þar flottur. Kom inn með mikinn sprengikraft í sóknina og reif sína menn í gang. Hvað gekk illa? Markvarsla Stjörnunnar var ekki til afspurnar. Fyrsta varða skot gestanna var undir lok fyrri hálfleiks en það varð breyting á því í síðari hálfleik, sérstaklega eftir að Stjörnumenn breyttu til í vörninni þá fylgdi markvarslan með. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næsta mætir Stjarnan Selfossi og Fram fær KA í heimsókn. Basti: Heimavöllurinn okkar er ennþá ósigraður Sebastian Alexandersson hefði viljað fá bæði stigin.vísir/hulda margrét „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sem tók undir að þær væru blendnar tilfinningarnar eftir svona leik „Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Ég skal alveg viðurkenna það að þeir fóru í 5+1 á kantinn og bara heiðarlegt svar, við erum ekkert búnir að æfa neitt við því. Þetta var klókt hjá Patta, ég var búinn með bæði leikhléin mín, ég gat ekki gert neitt til að stilla upp í og var að reyna að koma skilaboðum til leikmanna á hlaupum. Þetta var pínu vandræðalegt en það ekki hægt að æfa fyrir öllum mögulegum aðstæðum“ sagði Basti, ósáttur með kaflann þar sem Stjarnan vann sig inn í leikinn „Við ætluðum okkur sex stig í þessari viku, fengum þrjú. Staðreyndin er bara að við skoruðum alveg nóg bæði á fimmtudaginn gegn Gróttu og í dag til að vinna leikinn. Það er búið að tala um að sóknarleikur Fram liðsins sé búið að vera vandamál síðustu ár, við skorum 29 mörk í dag en enn og aftur finnst mér við eiga að gera betur í vörn“ „Ég vill frekar vinna með því að fá færri mörk á mig en að þurfa alltaf að skora meira en andstæðingurinn“ sagði Basti sem gerir sér þó eflaust grein fyrir því að hann þarf að skora meira en andstæðingurinn til þess að vinna leiki Fram hefur ekki tapað leik í Safamýrinni á tímabilinu og segir Basti að ekkert lið eigi að taka með sér tvö stig úr Safamýrinni „Við trúum því að hér komi enginn og sæki bæði stigin, allavega ekki án þess að við gefum allt í það. Heimavöllurinn okkar er ennþá ósigraður og við ætlum að halda því þannig næsta sunnudag“ sagði Basti að lokum Patrekur: Adam er efnilegasti markmaður á Íslandi í dag Patrekur Jóhannesson sagði að 5+1 vörnin hefði breytt gangi mála gegn Fram.vísir/elín björg „Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum „Framararnir voru miklu ákveðnari í byrjun leiks og áttu skilið að vera með fimm, sex marka forskot. Ég er ekki ánægður með það en stundum gerist þetta. Ég er ánægður að við gáfumst ekkert upp, við breyttum í 5+1 og það er það sem vinnur svo stigið, þessi 5+1 vörn“ sagði Patti sem segist ekki hafa æft þetta mikið en var ánægður með útkomuna í dag „Ég notaði þetta mikið með Austurríki en ekki á Garðbæingana svo ég er ánægður að þetta virkaði vel í restina“ Framan af leik voru markverðir Stjörnunnar ekki búnir að verja neitt og höfðu þeir aðeins varið tvo bolta í hálfleik, Patti segir það alveg eðlilegt „Adam er efnilegasti markmaður á Íslandi í dag, hann er búinn að vera frábær hjá okkur. Þetta er bara hluti af þessu, auðvitað er hægt að fá einhvern fullmótaðan erlendan markmann sem er búinn að spila í erlendu deildunum. Hann (Adam) þarf líka að eiga sína „down“ hálfleika, því svo var hann frábær í seinni hálfleik. Adam er bara frábær og ég vissi alveg af því að það kæmu kaflar þar sem hann myndi ekki verja skot“ „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt“ sagði Patti að lokum
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti