Grímudólgur réðst á starfsmann verslunar Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:27 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluþjóna hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikið var um útköll og þar af var ellefu útköllum vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum sinnt. Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira