Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira