Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 07:01 Hjónin Ragnar Sigurðsson og eiginkona hans Helga Steinþórsdóttir stofnuðu nýsköpunarfyrirtækið AwareGo árið 2010. Með þrautseigju og seiglu þeirra hjóna hefur fyrirtækið stækkað og dafnað og eru starfstöðvar þess nú í fimm löndum. Vísir/AwareGo „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. Og Ragnar bætir við: „Þá er gamla góða máltækið, ef það er of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt þannig. Til dæmis auglýsing á Facebook um 300 kílóa míni gröfu á 17.000 kr. með sendingarkostnaði hvert sem er í heiminum. Það má ganga út frá því að slíkt sé svindl.“ Nýsköpunarfyrirtækið AwareGo öryggisvitund var stofnað árið 2010. Fyrirtækið er í dag með starfstöðvar í Reykjavík, Prag í Tékklandi, San Antonio í Texas, Zagreb í Króatíu og London í Bretlandi. Starfsmenn eru sautján talsins en tuttugu og sex að meðtöldum verktökum sem starfa fyrir fyrirtækið daglega. Helstu eigendur AwareGo eru Eyrir Venture Management, stofnendur og starfsmenn. Hjá AwareGo er jafnt kynjahlutfall starfsmanna. Þetta hefur oft verið erfitt Í síðustu viku sögðu fjölmiðlar frá því að tekjur AwareGo hefðu rúmlega tvöfaldast frá árinu 2019 til 2020. Í fréttatilkynningu var haft eftir Ragnari að vöxtur fyrirtækisins síðustu tvö árin hefði verið ævintýralegur, notendafjöldi hefur sjöfaldast, mánaðartekjur aukist jafnt og þétt og fyrirtækið gert stóra langtímasamninga við erlend fyrirtæki og endursöluaðila. Sumir þessara samninga hafa hlaupið á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var því fyrstu níu árin sem fyrirtækið starfaði, voru hjónin bara tvö: Ragnar og eiginkona hans Helga Steinþórsdóttir. Og Ragnar viðurkennir að sum tímabil hafi verið erfið. Jú, það hafa komið tímabil þar sem við höfum viljað gefast upp. Ég man vel eftir því fyrsta, fyrsta árið okkar í rekstri var 2010. Þá var ársveltan 89 þúsund en svo vorið eftir kom sekt frá ríkisskattstjóra fyrir að skila ársreikningi of seint, upp á 250 þúsund,“ segir Ragnar. Fyrir þrautseigju og seiglu, héldu hjónin þó alltaf áfram. Voru oft hvort um sig í nokkrum störfum til að ná endum saman og nýttu styrki sem þau hlutu til að fara á sýningar og kynna lausnina sem AwareGo byggir á. Ragnar segir tímabilið 2010 til 2013 hafa verið sérstaklega lærdómsríkt. „Við fengum eflaust tvöhundruð nei fyrir hvert já, en vorum dugleg að spyrja hugsanlega kaupendur hvernig þeir myndu sjá fyrir sér svona lausn,“ segir Ragnar. Netglæpir eru risavaxinn iðnaður og ef þeir væru sérstakt hagkerfi, myndi það hagkerfi mælast í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Kína.Vísir/AwareGo Fjölskyldulán, uppboð og alvarleg veikindi Eins og þekkt er í nýsköpun fer mikill tími og orka í það hjá frumkvöðlum að afla fjármögnunar. Hugmyndina þarf að kynna og selja af sannfæringu, sem er erfitt þegar um óþekkta starfsemi og nýjungar er að ræða. Ragnar og Helga gerðu fyrstu útgáfu af fræðsluefni AwareGo árið 2007. Þau fjármögnuðu það efni með eigin eignum og stóru persónulegu láni frá fjölskyldumeðlimum. Það dugði þó ekki til og því þurftu hjónin að reyna að afla fjár frá fleiri aðilum. Við náðum að selja tuttugu og fjórum einstaklingum hlutafé fyrir rúmar níu milljónir með alls konar aðferðum, meðal annars að halda kynningar í heimahúsum „Tupperware style“ og prédika alls staðar. Til dæmis keypti maðurinn sem rak bensínstöðina smá hlut, samdi við hárgreiðslukonu um að hún fengi smá hlut ef hún klippti okkur næstu árin auk þess sem við náðum semja við verktaka um að taka hluta af greiðslum sem hluti í AwareGo,“ segir Ragnar. En fjármögnun fylgir líka mikil ábyrgð. „Það er mikil ábyrgð að taka við peningum frá fólki. Þó öllum væri gerð grein fyrir að þetta væri áhætta þá var aldrei möguleiki að gefast upp og láta fólk tapa á þessu ævintýri. En eins og þetta lítur út á þessari stundu, mun allt þetta fólk ná frábærri ávöxtun innan fárra ára,“ segir Ragnar. Árið 2013 reyndist hjónunum hins vegar mjög erfitt. Snemma árs greinist Helga með illkynja lungnakrabbamein, ég fékk náttúrulega algert taugaáfall því einungis 15% líkur eru á að manneskja með svona krabbamein lifi 5 ár. Þessi sterka kona lét engan bilbug á sér finna og tók þessu eins og hverju öðru verkefni og náði að sigrast á því. Þá var húsið okkar boðið upp síðla árs 2013.“ Fyrsta fræðsluefnið sem hjónin útbjuggu fyrir AwareGo fjármögnuðu þau með eigin eignum og stóru fjölskylduláni. En það dugði ekki til og því þurfti að ráðast í frekari fjármögnun.Vísir/AwareGo Þegar hjólin fara að snúast Að sögn Ragnars eru tölvuglæpir í dag risaiðnaður, en hugbúnaðarlausn AwareGo byggir á því að koma í veg fyrir slíka glæpi. Ragnar segir að árið 2021 sé áætlað að kostnaður vegna tölvuglæpa verði um sex þúsund milljarðar bandaríkjadollara. Þetta þýðir að ef tölvuglæpir væru sérstakt hagkerfi, þá væru þeir í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Kína. Þá tel ég mjög líklegt að það séu Íslendingar viðriðnir þennan „iðnað“. Margir tölvupóstar sem ég hef séð eru það vel skrifaðir að þeir hafa ekki verið þýddir í gegn um Google Translate,“ segir Ragnar. En þótt vel flestir kannist við að hafa fengið tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum sem líkjast svindlum, tók það tíma fyrir Ragnar og Helgu að sannfæra aðra um mikilvægi lausnar AwareGo. „Það var svo fyrir einstaka lukku að við kynntumst Óla í Snark, sem er kvikmyndaframleiðslufyrirtækið sem við höfum unnið með síðan 2014. Við höfðum lært mikið af þeim sem vildu ekki kaupa myndböndin okkar og Óli trúði á hugmyndina um að vandaðar og minnisstæðar auglýsingar myndu virka vel til að koma netöryggisvitund til fjöldans. Úr varð að þeir framleiddu fyrstu fjóra þættina upp á krít,“ segir Ragnar. Í kjölfarið náðu hjónin töluverðum árangri bæði innanlands og hjá erlendum fyrirtækjum, sem áður höfðu synjað þeim. Viðskiptavinir sem AwareGo eignaðist erlendis á þessum tíma voru fyrirtæki eins og Credit Suisse, Barclays og General Electric. Þá bættust við flest stærri fyrirtæki á Íslandi. En starfsemin var þó langt frá því í höfn. „Gallinn við þetta var að við vorum alltaf að afhenda myndbandaskrár og höfðum ekkert vald yfir efninu eftir það, svo að draumurinn var að geta boðið upp á hugbúnað til að dreifa efninu til viðskiptavina. Við fengum Árna Þór og síðar Sindra og Lee með okkur í lið og með innkomu þeirra varð til flott teymi og gátum hafið hugbúnaðarframleiðslu,“ segir Ragnar og bætir við: Það var svo um mitt ár 2018 sem við fengum inn fyrsta stóra fjárfestirinn í lið með okkur, það var Eyrir og Þórður Magnússon tók sæti í stjórn fyrirtækisins.“ Með Þórð meðal skipverja fóru hjólin fyrir alvöru að snúast. „Eftir þetta gerðust hlutirnir hratt, við fórum að bæta við okkur snillingum, Vaka, Neil, Emma og Sigmar bættust fljótlega við og nú er svo komið að næstum þrjátíu manns eru í AwareGo teyminu, hver öðrum snjallari í fimm löndum, flestir á Íslandi en einnig í Tékklandi, Bandaríkjunum, Króatíu og Bretlandi. Við erum einnig mjög stolt af því að kynjahlutföll eru jöfn í teyminu.“ Ótrúlega flott „platfyrirtæki“ Ragnar segir netsvik vera orðinn svo mikinn iðnað í dag að erfitt sé að varast hann. Að svikunum standa glæpamenn sem leggja mikla vinnu í svindlin og þar er undirbúningsvinnan ekki síst mikilvæg. Í stærstu tilvikunum eru sett upp platfyrirtæki í nafni alþjóðlegra fyrirtækja, með þjónustuver, heimasíður og kynningarefni sem lítur allt út fyrir að vera löglegt. Þá eru fundir og tölvupóstsamskipti frá byrjun við svikarana, viðræður geta tekið mánuði, þjónustuverið gefur samband á réttu aðilana innan platfyrirtækisins, samningaviðræður eru við þá. Svo er skrifað undir samninga og millifært á svikarana,“ segir Ragnar. Þá eru glæpamenn orðnir lunknir í að brjótast inn í tölvupósta hjá öðrum. „Önnur tegund netsvika er til dæmis ef einhver hefur brotist inn í tölvupóst hjá öðrum hvorum aðilanum. Valinn póstur fer þá í falda möppu og hakkarinn sér um samskiptin þaðan í frá. Hann getur þá sent reikning með fölskum greiðsluupplýsingum og fórnarlambið greiðir þá á falskan reikning,“ segir Ragnar. En hvernig getur fólk reynt að sjá fyrir því hvað er plat og hvað er alvöru? „Besta ráðið gegn þessu er að áður en millifært er, að staðfesta með símtali í auglýst símanúmer fyrirtækisins eða beint í aðila sem þú þekkir,“ segir Ragnar. En er hægt að endurheimta fjármagn sem svindlarar ná? Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar. Að ná hæfu starfsfólki Árið 2013 reyndist hjónunum Ragnari og Helgu einstaklega erfitt. Helga greindist þá með alvarlegt krabbamein og síðla árs fór húsið þeirra á uppboð. Sjálfur segist Ragnar hafa fengið hálfgert taugaáfall þegar Helga veikist, en segir hana svo ótrúlega sterka að hún hafi tekið veikindunum eins og hverju öðru verkefni, sem hún síðan sigraðist á. Ragnar segir ýmsa vaxtarverki fylgja velgengni eins og verið hefur síðustu misseri. Til að mynda felist helsta áskorunin í því að ná í hæfa starfsmenn, taka vel á móti þeim og tryggja að þeim líði vel í vinnunni. „Sem betur fer þá höfum við verið mjög heppin á því sviði og við horfum björtum augum til framtíðarinnar en við höfum allt til brunns að bera til að ná árangri á þessum ört vaxandi markaði. Framundan er stór fjármögnun til að styðja við vöxt fyrirtækisins,“ segir Ragnar. Nýverið bættist við í teymið Dr. María Bada. Hún starfar nú með AwareGo í hlutastarfi, samhliða því að sinna rannsóknarstörfum við einn virtasta háskóla heims. „María er einn færasti atferlisfræðingur heims á cyber security sviðinu,“ segir Ragnar og bætir við: „Nýjasta lausnin okkar, sem gefur rauntímaupplýsingar um stöðu öryggisvitundar og öryggiskúltúrs fyrirtækja var einmitt þróuð með henni í samstarfi við einn stærsta matvælaframleiðanda heims.“ Ragnar segir reyndar nokkuð skemmtilega sögu á bakvið upphafið að samstarfinu við Maríu. „Við kynntumst Maríu árið 2017 þegar hún kom til Íslands að kynna úttekt sem hún gerði á stöðu öryggismála íslenska stjórnkerfisins. En það var ekki fyrr en hún kom að vinna með okkur síðasta haust að við uppgötvuðum ótrúlega tilviljun. María er frá Grikklandi en í eitt ár bjuggum við í sömu borg í Austurríki, meira að segja það nálægt að við versluðum í sömu hverfisversluninni og ef það er ekki nóg tilviljun, þá ef þú dregur línu í Google Earth, milli Reykjavíkur og Aþenu, liggur hún í gegn um borgina sem við bjuggum í!“ Til viðbótar við fjölgun í hópi starfsfólks, eru breytingar framundan í stjórn. „Þá verður breyting á stjórn á næstu dögum en Ingvar Pétursson, sem er sjálfsagt einn reynslumesti Íslendingurinn á viðskiptasviðinu og hefur verið í æðstu stjórn margra stærstu fyrirtækja heims, til dæmis Nintendo, Expedia og AT&T Wireless, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Þórði og Helgu,“ segir Ragnar. En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum frumkvöðlum sem nú eru að taka sín fyrstu skref í rekstri nýsköpunarfyrirtækis? Nýsköpun tekur tíma, eflaust tekur lengri tíma að ná í tekjur, rétta teymið, eða þá að tímasetning fyrir lausnina er ekki rétt, þá þarf að huga að tekjum til að halda í manni lífinu þar til rétti tíminn kemur, svo don‘t quit your day job, just yet.“ Nýsköpun Stjórnun Tækni Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Og Ragnar bætir við: „Þá er gamla góða máltækið, ef það er of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt þannig. Til dæmis auglýsing á Facebook um 300 kílóa míni gröfu á 17.000 kr. með sendingarkostnaði hvert sem er í heiminum. Það má ganga út frá því að slíkt sé svindl.“ Nýsköpunarfyrirtækið AwareGo öryggisvitund var stofnað árið 2010. Fyrirtækið er í dag með starfstöðvar í Reykjavík, Prag í Tékklandi, San Antonio í Texas, Zagreb í Króatíu og London í Bretlandi. Starfsmenn eru sautján talsins en tuttugu og sex að meðtöldum verktökum sem starfa fyrir fyrirtækið daglega. Helstu eigendur AwareGo eru Eyrir Venture Management, stofnendur og starfsmenn. Hjá AwareGo er jafnt kynjahlutfall starfsmanna. Þetta hefur oft verið erfitt Í síðustu viku sögðu fjölmiðlar frá því að tekjur AwareGo hefðu rúmlega tvöfaldast frá árinu 2019 til 2020. Í fréttatilkynningu var haft eftir Ragnari að vöxtur fyrirtækisins síðustu tvö árin hefði verið ævintýralegur, notendafjöldi hefur sjöfaldast, mánaðartekjur aukist jafnt og þétt og fyrirtækið gert stóra langtímasamninga við erlend fyrirtæki og endursöluaðila. Sumir þessara samninga hafa hlaupið á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var því fyrstu níu árin sem fyrirtækið starfaði, voru hjónin bara tvö: Ragnar og eiginkona hans Helga Steinþórsdóttir. Og Ragnar viðurkennir að sum tímabil hafi verið erfið. Jú, það hafa komið tímabil þar sem við höfum viljað gefast upp. Ég man vel eftir því fyrsta, fyrsta árið okkar í rekstri var 2010. Þá var ársveltan 89 þúsund en svo vorið eftir kom sekt frá ríkisskattstjóra fyrir að skila ársreikningi of seint, upp á 250 þúsund,“ segir Ragnar. Fyrir þrautseigju og seiglu, héldu hjónin þó alltaf áfram. Voru oft hvort um sig í nokkrum störfum til að ná endum saman og nýttu styrki sem þau hlutu til að fara á sýningar og kynna lausnina sem AwareGo byggir á. Ragnar segir tímabilið 2010 til 2013 hafa verið sérstaklega lærdómsríkt. „Við fengum eflaust tvöhundruð nei fyrir hvert já, en vorum dugleg að spyrja hugsanlega kaupendur hvernig þeir myndu sjá fyrir sér svona lausn,“ segir Ragnar. Netglæpir eru risavaxinn iðnaður og ef þeir væru sérstakt hagkerfi, myndi það hagkerfi mælast í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Kína.Vísir/AwareGo Fjölskyldulán, uppboð og alvarleg veikindi Eins og þekkt er í nýsköpun fer mikill tími og orka í það hjá frumkvöðlum að afla fjármögnunar. Hugmyndina þarf að kynna og selja af sannfæringu, sem er erfitt þegar um óþekkta starfsemi og nýjungar er að ræða. Ragnar og Helga gerðu fyrstu útgáfu af fræðsluefni AwareGo árið 2007. Þau fjármögnuðu það efni með eigin eignum og stóru persónulegu láni frá fjölskyldumeðlimum. Það dugði þó ekki til og því þurftu hjónin að reyna að afla fjár frá fleiri aðilum. Við náðum að selja tuttugu og fjórum einstaklingum hlutafé fyrir rúmar níu milljónir með alls konar aðferðum, meðal annars að halda kynningar í heimahúsum „Tupperware style“ og prédika alls staðar. Til dæmis keypti maðurinn sem rak bensínstöðina smá hlut, samdi við hárgreiðslukonu um að hún fengi smá hlut ef hún klippti okkur næstu árin auk þess sem við náðum semja við verktaka um að taka hluta af greiðslum sem hluti í AwareGo,“ segir Ragnar. En fjármögnun fylgir líka mikil ábyrgð. „Það er mikil ábyrgð að taka við peningum frá fólki. Þó öllum væri gerð grein fyrir að þetta væri áhætta þá var aldrei möguleiki að gefast upp og láta fólk tapa á þessu ævintýri. En eins og þetta lítur út á þessari stundu, mun allt þetta fólk ná frábærri ávöxtun innan fárra ára,“ segir Ragnar. Árið 2013 reyndist hjónunum hins vegar mjög erfitt. Snemma árs greinist Helga með illkynja lungnakrabbamein, ég fékk náttúrulega algert taugaáfall því einungis 15% líkur eru á að manneskja með svona krabbamein lifi 5 ár. Þessi sterka kona lét engan bilbug á sér finna og tók þessu eins og hverju öðru verkefni og náði að sigrast á því. Þá var húsið okkar boðið upp síðla árs 2013.“ Fyrsta fræðsluefnið sem hjónin útbjuggu fyrir AwareGo fjármögnuðu þau með eigin eignum og stóru fjölskylduláni. En það dugði ekki til og því þurfti að ráðast í frekari fjármögnun.Vísir/AwareGo Þegar hjólin fara að snúast Að sögn Ragnars eru tölvuglæpir í dag risaiðnaður, en hugbúnaðarlausn AwareGo byggir á því að koma í veg fyrir slíka glæpi. Ragnar segir að árið 2021 sé áætlað að kostnaður vegna tölvuglæpa verði um sex þúsund milljarðar bandaríkjadollara. Þetta þýðir að ef tölvuglæpir væru sérstakt hagkerfi, þá væru þeir í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Kína. Þá tel ég mjög líklegt að það séu Íslendingar viðriðnir þennan „iðnað“. Margir tölvupóstar sem ég hef séð eru það vel skrifaðir að þeir hafa ekki verið þýddir í gegn um Google Translate,“ segir Ragnar. En þótt vel flestir kannist við að hafa fengið tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum sem líkjast svindlum, tók það tíma fyrir Ragnar og Helgu að sannfæra aðra um mikilvægi lausnar AwareGo. „Það var svo fyrir einstaka lukku að við kynntumst Óla í Snark, sem er kvikmyndaframleiðslufyrirtækið sem við höfum unnið með síðan 2014. Við höfðum lært mikið af þeim sem vildu ekki kaupa myndböndin okkar og Óli trúði á hugmyndina um að vandaðar og minnisstæðar auglýsingar myndu virka vel til að koma netöryggisvitund til fjöldans. Úr varð að þeir framleiddu fyrstu fjóra þættina upp á krít,“ segir Ragnar. Í kjölfarið náðu hjónin töluverðum árangri bæði innanlands og hjá erlendum fyrirtækjum, sem áður höfðu synjað þeim. Viðskiptavinir sem AwareGo eignaðist erlendis á þessum tíma voru fyrirtæki eins og Credit Suisse, Barclays og General Electric. Þá bættust við flest stærri fyrirtæki á Íslandi. En starfsemin var þó langt frá því í höfn. „Gallinn við þetta var að við vorum alltaf að afhenda myndbandaskrár og höfðum ekkert vald yfir efninu eftir það, svo að draumurinn var að geta boðið upp á hugbúnað til að dreifa efninu til viðskiptavina. Við fengum Árna Þór og síðar Sindra og Lee með okkur í lið og með innkomu þeirra varð til flott teymi og gátum hafið hugbúnaðarframleiðslu,“ segir Ragnar og bætir við: Það var svo um mitt ár 2018 sem við fengum inn fyrsta stóra fjárfestirinn í lið með okkur, það var Eyrir og Þórður Magnússon tók sæti í stjórn fyrirtækisins.“ Með Þórð meðal skipverja fóru hjólin fyrir alvöru að snúast. „Eftir þetta gerðust hlutirnir hratt, við fórum að bæta við okkur snillingum, Vaka, Neil, Emma og Sigmar bættust fljótlega við og nú er svo komið að næstum þrjátíu manns eru í AwareGo teyminu, hver öðrum snjallari í fimm löndum, flestir á Íslandi en einnig í Tékklandi, Bandaríkjunum, Króatíu og Bretlandi. Við erum einnig mjög stolt af því að kynjahlutföll eru jöfn í teyminu.“ Ótrúlega flott „platfyrirtæki“ Ragnar segir netsvik vera orðinn svo mikinn iðnað í dag að erfitt sé að varast hann. Að svikunum standa glæpamenn sem leggja mikla vinnu í svindlin og þar er undirbúningsvinnan ekki síst mikilvæg. Í stærstu tilvikunum eru sett upp platfyrirtæki í nafni alþjóðlegra fyrirtækja, með þjónustuver, heimasíður og kynningarefni sem lítur allt út fyrir að vera löglegt. Þá eru fundir og tölvupóstsamskipti frá byrjun við svikarana, viðræður geta tekið mánuði, þjónustuverið gefur samband á réttu aðilana innan platfyrirtækisins, samningaviðræður eru við þá. Svo er skrifað undir samninga og millifært á svikarana,“ segir Ragnar. Þá eru glæpamenn orðnir lunknir í að brjótast inn í tölvupósta hjá öðrum. „Önnur tegund netsvika er til dæmis ef einhver hefur brotist inn í tölvupóst hjá öðrum hvorum aðilanum. Valinn póstur fer þá í falda möppu og hakkarinn sér um samskiptin þaðan í frá. Hann getur þá sent reikning með fölskum greiðsluupplýsingum og fórnarlambið greiðir þá á falskan reikning,“ segir Ragnar. En hvernig getur fólk reynt að sjá fyrir því hvað er plat og hvað er alvöru? „Besta ráðið gegn þessu er að áður en millifært er, að staðfesta með símtali í auglýst símanúmer fyrirtækisins eða beint í aðila sem þú þekkir,“ segir Ragnar. En er hægt að endurheimta fjármagn sem svindlarar ná? Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar. Að ná hæfu starfsfólki Árið 2013 reyndist hjónunum Ragnari og Helgu einstaklega erfitt. Helga greindist þá með alvarlegt krabbamein og síðla árs fór húsið þeirra á uppboð. Sjálfur segist Ragnar hafa fengið hálfgert taugaáfall þegar Helga veikist, en segir hana svo ótrúlega sterka að hún hafi tekið veikindunum eins og hverju öðru verkefni, sem hún síðan sigraðist á. Ragnar segir ýmsa vaxtarverki fylgja velgengni eins og verið hefur síðustu misseri. Til að mynda felist helsta áskorunin í því að ná í hæfa starfsmenn, taka vel á móti þeim og tryggja að þeim líði vel í vinnunni. „Sem betur fer þá höfum við verið mjög heppin á því sviði og við horfum björtum augum til framtíðarinnar en við höfum allt til brunns að bera til að ná árangri á þessum ört vaxandi markaði. Framundan er stór fjármögnun til að styðja við vöxt fyrirtækisins,“ segir Ragnar. Nýverið bættist við í teymið Dr. María Bada. Hún starfar nú með AwareGo í hlutastarfi, samhliða því að sinna rannsóknarstörfum við einn virtasta háskóla heims. „María er einn færasti atferlisfræðingur heims á cyber security sviðinu,“ segir Ragnar og bætir við: „Nýjasta lausnin okkar, sem gefur rauntímaupplýsingar um stöðu öryggisvitundar og öryggiskúltúrs fyrirtækja var einmitt þróuð með henni í samstarfi við einn stærsta matvælaframleiðanda heims.“ Ragnar segir reyndar nokkuð skemmtilega sögu á bakvið upphafið að samstarfinu við Maríu. „Við kynntumst Maríu árið 2017 þegar hún kom til Íslands að kynna úttekt sem hún gerði á stöðu öryggismála íslenska stjórnkerfisins. En það var ekki fyrr en hún kom að vinna með okkur síðasta haust að við uppgötvuðum ótrúlega tilviljun. María er frá Grikklandi en í eitt ár bjuggum við í sömu borg í Austurríki, meira að segja það nálægt að við versluðum í sömu hverfisversluninni og ef það er ekki nóg tilviljun, þá ef þú dregur línu í Google Earth, milli Reykjavíkur og Aþenu, liggur hún í gegn um borgina sem við bjuggum í!“ Til viðbótar við fjölgun í hópi starfsfólks, eru breytingar framundan í stjórn. „Þá verður breyting á stjórn á næstu dögum en Ingvar Pétursson, sem er sjálfsagt einn reynslumesti Íslendingurinn á viðskiptasviðinu og hefur verið í æðstu stjórn margra stærstu fyrirtækja heims, til dæmis Nintendo, Expedia og AT&T Wireless, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Þórði og Helgu,“ segir Ragnar. En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum frumkvöðlum sem nú eru að taka sín fyrstu skref í rekstri nýsköpunarfyrirtækis? Nýsköpun tekur tíma, eflaust tekur lengri tíma að ná í tekjur, rétta teymið, eða þá að tímasetning fyrir lausnina er ekki rétt, þá þarf að huga að tekjum til að halda í manni lífinu þar til rétti tíminn kemur, svo don‘t quit your day job, just yet.“
Nýsköpun Stjórnun Tækni Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00