Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 22:12 Guðmundur Felix er jákvæður og hefur endurhæfingu um mánaðamót. Hann fékk að fara út í fyrsta sinn í dag frá aðgerð. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. „Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14
Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19