Maðurinn sem beitti Júggabragðinu á Guðmund Guðmundsson í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Úrklippa af umfjöllun Þjóðviljans um landsleik Íslands og Júgóslavíu fyrir 34 árum síðan. Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic lést í gær en hann er frægur hér á landi fyrir ljósmynd sem náðist af honum á þessum tíma fyrir meira en þremur áratugum síðan. Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn
Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01