„Mér líður vel. Ég er svolítið stífur. Ég á eftir að fara í eina myndatöku í viðbót og þá kemur í ljós hvort ég geti hreyft mig meira,“ sagði Tiger sem hefur lengi glímt við erfið bakmeiðsli og fór í sína fimmtu aðgerð á baki á janúar.
„Ég er enn í ræktinni að gera alla þessa venjulegu hluti sem þú þarft að gera í endurhæfingu; litlu hlutina áður en ég get gert meira.“
Tiger er vongóður um að geta spilað á Masters á Augusta National vellinum í Georgíu sem hefst 8. apríl.
Hann vann eftirminnilegan sigur á Masters fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum.
Tiger lék síðast á PNC Championship í desember þar sem hann fann fyrir eymslum í baki.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.