Fótbolti

Lygi­legur upp­bótar­tími í tapi Al Arabi gegn læri­sveinum Xavi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Freyr Alexandersson stýrði liði Al Arabi í dag.
Freyr Alexandersson stýrði liði Al Arabi í dag. vísir/vilhelm

Íslendingaliðið Al Arabi tapaði 3-2 fyrir Al Arabi í úrvalsdeildinni í Katar en Al Arabi hefur gengið bölvanlega gegn Al-Sadd.

Al Arabi fékk góða byrjun á leiknum því þeir komust eftir tíu mínútna leik og leiddu í hálfleik.

Al-Sadd sóttu og sóttu í síðari hálfleik og jöfnuðu verðskuldað metin á 63. mínútu.

Al Arabi voru þó ekki af baki dottnir og komust aftur yfir þrettán mínútum fyrir leikslok með laglegu skoti.

Al Sadd jafnaði þó metin á 91. mínútu en í næstu sókn áttu Al Arabi að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt.

Á 93. mínútu var það svo Santi Cazorla sem skoraði sigurmarkið með þrumufleyg og 3-2 lokatölur. Rosalegur uppbótartími.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Al Arabi, líklega vegna meiðsla, en Freyr Alexandersson stýrði Al Arabi í kórónuveirufjarveru Heimis Hallgrímssonar.

Þetta var fyrsta tap Al Arabi í lengri tíma en þeir eru í sjötta sætinu með 26 stig. Lærisveinar Xavi í Al Sadd eru á toppnum með 47 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×