Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Liverpool fólk fagnaði sigri í Meistaradeildinni í júní 2010 en máttu ekki fagna Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Getty/Nigel Roddis Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti