Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Stjórnarskrá Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar