Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:55 Jón Bjarni veitingamaður segist sáttur við þær breytingar sem Svandís kynnti í dag og hann segir að svo sé um þá sem hann hefur heyrt í nú í dag. Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33