Góð þrenna? Búseta, ungt fatlað fólk og Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. febrúar 2021 08:32 „Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
„Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar