Yngsti Englendingurinn til að skora mark í Meistaradeildinni spilar líklegast fyrir þýska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 09:31 Jamal Musiala fagnar marki sínu í gær með Leroy Sane. Þeir gætu spilað saman í þýska landsliðinu. EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Jamal Musiala er ekki orðinn átján ára gamall en þarf væntanlega að ákveða það á næstunni hvort hann vilji vera enskur eða þýskur landsliðsmaður á sínum fótboltaferli. Yngsti enski leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni spilar líklega fyrir þýska landsliðið Jamal Musiala varð í gær yngsti enski leikmaðurinn sem skorar í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigri Bayern München á ítalska liðinu Lazio. Englendingar eru samt líklega að missa af stráknum. Jamal Musiala var aðeins 17 ára og 363 daga gamall í gær og sló með því met Alex Oxlade-Chamberlain sem var 18 ára og 44 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Það þykir nú ólíklegt að þessi efnilegi strákur spili fyrir enska landsliðið því Þjóðverjar ætla sér að ná honum í sitt landslið. 17-year-old Jamal Musiala scores his first Champions League goal pic.twitter.com/ctxdOtPYy8— B/R Football (@brfootball) February 23, 2021 Musiala var ekki aðeins yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni heldur einnig yngsti leikmaður Bayern frá upphafi til að skora í keppninni. Musiala getur valið úr landsliðum til að spila fyrir því hann gæti spilað fyrir England, Þýskaland og Nígeríu. Musiala fæddist í Þýskalandi. Faðir hans er bresk-nígerískur og móðir hans er þýsk. Hann fluttist síðan ungur til Englands. Hann var í akademíu Chelsea en fór til Bayern í júlí 2019. Musiala hefur spilað með 15 ára, 16 ára, 17 ára og 21 árs landsliði Englendinga og með 16 ára landsliði Þýskalands. England og Þýskaland eru bæði að fara spila leiki í undankeppni HM í næsta mánuði og ef að Musiala tekur þátt í þeim leikjum þá mun hann spila með því landsliði út ferilinn. Jamal Musiala is the youngest English player in Champions League history to score a goal in the #UCLHe turns 18 years old in three days. pic.twitter.com/HJQGvnwHuA— Squawka Football (@Squawka) February 23, 2021 Þýski knattspyrnufræðingurinn Raphael Honigstein sagði frá því í Football Daily þættinum á BBC Radio 5 Live að Þjóðverjar ætli sér að tryggja sér þjónustu Jamal Musiala. Skilaboðin frá þeim eru skýr, þeir vilja fá hann í A-landsliðið strax. „Hann þarf að taka stóra ákvörðun mjög fljótlega. England eða Þýskalandi. Það verður mikil barátta um hann. Samkvæmt fréttum frá Þýskaalandi þá eru Þjóðverjar í forystu í því kapphlaupi,“ sagði John Bennett á BBC World Service. Það eru ekki að koma upp alltof margir öflugir leikmenn í Þýskalandi og það lítur út fyrir að þeir ætli að passa upp á það að missa ekki af Jamal Musiala. Það segir náttúrulega sýna sögu að hann var að fá að spila hjá hinu geysisterka Evrópumeistaraliði Bayern München og það í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. "Get him in, get him capped!""I was more interested in my driving theory test at that age!"@petercrouch and Owen Hargreaves think that Gareth Southgate should secure 17-year-old Jamal Musiala at the next possible opportunity for England pic.twitter.com/4mOleGDESL— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 23, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Yngsti enski leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni spilar líklega fyrir þýska landsliðið Jamal Musiala varð í gær yngsti enski leikmaðurinn sem skorar í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigri Bayern München á ítalska liðinu Lazio. Englendingar eru samt líklega að missa af stráknum. Jamal Musiala var aðeins 17 ára og 363 daga gamall í gær og sló með því met Alex Oxlade-Chamberlain sem var 18 ára og 44 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Það þykir nú ólíklegt að þessi efnilegi strákur spili fyrir enska landsliðið því Þjóðverjar ætla sér að ná honum í sitt landslið. 17-year-old Jamal Musiala scores his first Champions League goal pic.twitter.com/ctxdOtPYy8— B/R Football (@brfootball) February 23, 2021 Musiala var ekki aðeins yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni heldur einnig yngsti leikmaður Bayern frá upphafi til að skora í keppninni. Musiala getur valið úr landsliðum til að spila fyrir því hann gæti spilað fyrir England, Þýskaland og Nígeríu. Musiala fæddist í Þýskalandi. Faðir hans er bresk-nígerískur og móðir hans er þýsk. Hann fluttist síðan ungur til Englands. Hann var í akademíu Chelsea en fór til Bayern í júlí 2019. Musiala hefur spilað með 15 ára, 16 ára, 17 ára og 21 árs landsliði Englendinga og með 16 ára landsliði Þýskalands. England og Þýskaland eru bæði að fara spila leiki í undankeppni HM í næsta mánuði og ef að Musiala tekur þátt í þeim leikjum þá mun hann spila með því landsliði út ferilinn. Jamal Musiala is the youngest English player in Champions League history to score a goal in the #UCLHe turns 18 years old in three days. pic.twitter.com/HJQGvnwHuA— Squawka Football (@Squawka) February 23, 2021 Þýski knattspyrnufræðingurinn Raphael Honigstein sagði frá því í Football Daily þættinum á BBC Radio 5 Live að Þjóðverjar ætli sér að tryggja sér þjónustu Jamal Musiala. Skilaboðin frá þeim eru skýr, þeir vilja fá hann í A-landsliðið strax. „Hann þarf að taka stóra ákvörðun mjög fljótlega. England eða Þýskalandi. Það verður mikil barátta um hann. Samkvæmt fréttum frá Þýskaalandi þá eru Þjóðverjar í forystu í því kapphlaupi,“ sagði John Bennett á BBC World Service. Það eru ekki að koma upp alltof margir öflugir leikmenn í Þýskalandi og það lítur út fyrir að þeir ætli að passa upp á það að missa ekki af Jamal Musiala. Það segir náttúrulega sýna sögu að hann var að fá að spila hjá hinu geysisterka Evrópumeistaraliði Bayern München og það í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. "Get him in, get him capped!""I was more interested in my driving theory test at that age!"@petercrouch and Owen Hargreaves think that Gareth Southgate should secure 17-year-old Jamal Musiala at the next possible opportunity for England pic.twitter.com/4mOleGDESL— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 23, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira