„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 10:31 Jürgen Klopp og Alisson Becker í síðustu skrúðgöngu Liverpool liðsins eftir sigur í Meistaradeildinni í júní 2019. Getty/ Paul Cooper Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira