Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Karl Gauti Hjaltason náði kjöri á þing fyrir Flokk fólksins en gekk til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins. Hér er hann með þeim Bergþóri Ólasyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á þingflokksfundi. Vísir/Vilhelm Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent