Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Karl Gauti Hjaltason náði kjöri á þing fyrir Flokk fólksins en gekk til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins. Hér er hann með þeim Bergþóri Ólasyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á þingflokksfundi. Vísir/Vilhelm Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira