Markalaust var í hálfleik en Messi kom Börsungum yfir á 48. mínútu eftir magnaðan sprett og samleik við Danann Martin Braithwait.
Hann tvöfaldaði svo forystuna á 69. mínútu er hann fékk boltann eftir laglegan undirbúning Frenkie de Jong.
Lionel Messi has now scored more LaLiga goals than any other player in 2020-21 (17).
— Squawka Football (@Squawka) February 24, 2021
What an awful season. 🙃 pic.twitter.com/M9nJuf4ElV
Bakvörðurinn Jordi Alba skoraði svo þriðja markið eftir sendingu hins danska Braithwaite. Lokatölur 3-0.
Barcelona er nú fimm stigum á eftir toppliði Atletico, sem á þó leik til góða, og tveimur stigum á eftir Real Madríd sem er í öðru sætinu.
Elche er í næst neðsta sætinu, á markatölu, en liðin í 17. til 19. sæti eru öll með 21 stig.