Bjóða hjúkrunarfræðinga í stað bóluefna frá Bretum og Þjóðverjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 15:15 Bresk-filippseyski hjúkrunarfræðingurinn May Parsons bólusetti hina níræðu Margaret Keenan í byrjun desember sem var fyrsti almenni borgarinn til að hljóta bólusetningu. 30 þúsund hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum starfa í Bretlandi. EPA/ Jacob King Yfirvöld á Filippseyjum hyggjast leyfa þúsundum hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna að sækja vinnu til Bretlands og Þýskalands gegn því að ríkin gefi stjórnvöldum bóluefni við Covid-19. Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar. Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar.
Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira