Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 23:33 Bandaríska leyniþjónustan og rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segja nær víst að krónprinsinn hafi átt hlut að máli. epa Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem voru lögð fram í tengslum við dómsmál í Kanada en þau þykja renna stöðum undir þá kenningu að krónprinsinn, jafnan kallaður MBS, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum, sem var afar gagnrýninn á stjórnvöld. Það er ráðherra í ríkisstjórn Sádi Arabíu sem skrifar undir pappírana, þar sem hann biðlar til ónefnds aðila að gera nauðsynlegar ráðstafanir að fyrirmælum krónprinsins. Samkvæmt skjölunum vildi MBS taka yfir Sky Prime Aviation, með því að láta flytja eignarhald fyrirtækisins undir fjárfestingasjóð ríkisins síðla árs 2017. Eins og fyrr segir voru tvær vélar félagsins notaðar til að flytja morðingja Khashoggi heim í október 2018. Khashoggi, sem meðal annars starfaði fyrir Washington Post, er sagður hafa verið pyntaður og limlestur af morðingjum sínum.epa/Erdem Sahin Birta mögulega skýrslu um morðið á morgun Umræddur fjárfestingasjóður er metinn á um 400 milljarða dala en stjórnarformaður hans er krónprinsinn sjálfur. Fyrrnefnd gögn voru lögð fram af félögum í eigu sádiarabíska ríkisins í spillingarmáli gegn háttsettum embættismanni innan leyniþjónustunnar, Saad Aljabri. Félögin höfðuðu málið á hendur Aljabri eftir að hann sakaði krónprinsinn um að hafa sent aftökusveit til að myrða sig í Kanada, aðeins nokkrum dögum eftir að Khashoggi var ráðinn af dögum. MBS hefur neitað því að hafa fyrirskipað morðið en sagst vera ábyrgur að hluta. Átta menn voru fangelsaðir í tengslum við morðið á blaðamanninum en sérlegur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna sagði réttarhöldin og dómana hlægilega. Bandarísk yfirvöld hyggjast birta skýrslu um morðið á næstu dögum, mögulega strax á morgun, en bandaríska leyniþjónustan CIA komst að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hefði að öllum líkindum fyrirskipað morðið. Þá sagði rannsakandi Sameinuðu þjóðanna óhugsandi að MBS hefði ekki vitað af aftökunni. Fjölmiðlafulltrúi Joe Biden sagði í síðustu viku að forsetinn hygðist „endurskoða“ samskipti Bandaríkjanna og Sádi Arabíu og eiga í samskiptum við konunginn Salman bin Abdulaziz Al-Saud í stað sonar hans. Bandaríkjaforseti er sagður ætla að sniðganga krónprinsinn og eiga samskipti við konunginn.epa/Toru Hanai Stoppuðu stutt, fluttu böðlana heim CNN hefur eftir lögmanni unnustu Khashoggi að uppljóstanirnar um flugvélarnar hafi komið henni ánægjulega á óvart. Hún hefur barist ötullega fyrir réttlæti til handa ástinni sinni. Vélar Sky Prime Aviaton flugu með stærstan hluta hinar fimmtán manna aftökusveitar til og frá Istanbul, þar sem Khashoggi var myrtur. Eftir að þeir höfðu lokið verki sínu lá leiðin beint út á flugvöll. Önnur vélin, með númerið HZ-SK1, lenti seinni part dags og var komin aftur í loftið rúmri klukkustund síðar með sex sveitarmenn innanborðs. Fjórum og hálfum klukkutímum síðar tók hin vélin á loft, undir númerinu HZ-SK2, með sjö sveitarmenn innanborðs. Fyrri vélin flaug til Riyadh með viðkomu í Kaíró en hin millilenti í Dubai. Tveir ferðuðust á almennu farrými frá Istanbul og heim. Samkvæmt skjölunum var Sky Prime Aviation ekki eina félagið sem flutt var undir fjárfestingasjóð sádiarabísku konungsfjölskyldunnar en þau voru nítján talsins. Krónprinsinn var svo áhugasamur um yfirtökuna að hann bað sérstaklega um að vera upplýstur um gang mála, samkvæmt ráðherranum sem skrifaði undir pappírana. CNN fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Bandaríkin Kanada Fjölmiðlar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem voru lögð fram í tengslum við dómsmál í Kanada en þau þykja renna stöðum undir þá kenningu að krónprinsinn, jafnan kallaður MBS, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum, sem var afar gagnrýninn á stjórnvöld. Það er ráðherra í ríkisstjórn Sádi Arabíu sem skrifar undir pappírana, þar sem hann biðlar til ónefnds aðila að gera nauðsynlegar ráðstafanir að fyrirmælum krónprinsins. Samkvæmt skjölunum vildi MBS taka yfir Sky Prime Aviation, með því að láta flytja eignarhald fyrirtækisins undir fjárfestingasjóð ríkisins síðla árs 2017. Eins og fyrr segir voru tvær vélar félagsins notaðar til að flytja morðingja Khashoggi heim í október 2018. Khashoggi, sem meðal annars starfaði fyrir Washington Post, er sagður hafa verið pyntaður og limlestur af morðingjum sínum.epa/Erdem Sahin Birta mögulega skýrslu um morðið á morgun Umræddur fjárfestingasjóður er metinn á um 400 milljarða dala en stjórnarformaður hans er krónprinsinn sjálfur. Fyrrnefnd gögn voru lögð fram af félögum í eigu sádiarabíska ríkisins í spillingarmáli gegn háttsettum embættismanni innan leyniþjónustunnar, Saad Aljabri. Félögin höfðuðu málið á hendur Aljabri eftir að hann sakaði krónprinsinn um að hafa sent aftökusveit til að myrða sig í Kanada, aðeins nokkrum dögum eftir að Khashoggi var ráðinn af dögum. MBS hefur neitað því að hafa fyrirskipað morðið en sagst vera ábyrgur að hluta. Átta menn voru fangelsaðir í tengslum við morðið á blaðamanninum en sérlegur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna sagði réttarhöldin og dómana hlægilega. Bandarísk yfirvöld hyggjast birta skýrslu um morðið á næstu dögum, mögulega strax á morgun, en bandaríska leyniþjónustan CIA komst að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hefði að öllum líkindum fyrirskipað morðið. Þá sagði rannsakandi Sameinuðu þjóðanna óhugsandi að MBS hefði ekki vitað af aftökunni. Fjölmiðlafulltrúi Joe Biden sagði í síðustu viku að forsetinn hygðist „endurskoða“ samskipti Bandaríkjanna og Sádi Arabíu og eiga í samskiptum við konunginn Salman bin Abdulaziz Al-Saud í stað sonar hans. Bandaríkjaforseti er sagður ætla að sniðganga krónprinsinn og eiga samskipti við konunginn.epa/Toru Hanai Stoppuðu stutt, fluttu böðlana heim CNN hefur eftir lögmanni unnustu Khashoggi að uppljóstanirnar um flugvélarnar hafi komið henni ánægjulega á óvart. Hún hefur barist ötullega fyrir réttlæti til handa ástinni sinni. Vélar Sky Prime Aviaton flugu með stærstan hluta hinar fimmtán manna aftökusveitar til og frá Istanbul, þar sem Khashoggi var myrtur. Eftir að þeir höfðu lokið verki sínu lá leiðin beint út á flugvöll. Önnur vélin, með númerið HZ-SK1, lenti seinni part dags og var komin aftur í loftið rúmri klukkustund síðar með sex sveitarmenn innanborðs. Fjórum og hálfum klukkutímum síðar tók hin vélin á loft, undir númerinu HZ-SK2, með sjö sveitarmenn innanborðs. Fyrri vélin flaug til Riyadh með viðkomu í Kaíró en hin millilenti í Dubai. Tveir ferðuðust á almennu farrými frá Istanbul og heim. Samkvæmt skjölunum var Sky Prime Aviation ekki eina félagið sem flutt var undir fjárfestingasjóð sádiarabísku konungsfjölskyldunnar en þau voru nítján talsins. Krónprinsinn var svo áhugasamur um yfirtökuna að hann bað sérstaklega um að vera upplýstur um gang mála, samkvæmt ráðherranum sem skrifaði undir pappírana. CNN fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Bandaríkin Kanada Fjölmiðlar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Sjá meira