Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:31 Heimildir fréttastofu herma að skólanum hafi borist sprengjuhótun. Vísir/Vilhelm Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira