Solskjær heldur sambandi við Haaland: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 11:00 Erling Braut Haaland virðist vera á hárréttri braut. Getty/Lars Baron Ole Gunnar Solskjær segist enn vera í sambandi við Erling Braut Haaland, markahrókinn magnaða sem að Solskjær stýrði hjá Molde í Noregi á sínum tíma. Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira