Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 17:13 Bæði Huginn og Bergur-Huginn gera út frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að kaupin leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Er þar meðal annars horft til þess að hlutdeild Bergs í heildarúthlutun kvóta er óveruleg, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 frá árinu 2005 og eru aflaheimildir félagsins 0,36 prósent af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum. Rýndu í þétt tengsl félaganna Sem hluti af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var upplýsinga og sjónarmiða aflað um stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengsl samstæðu Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. en samanlagt eiga félögin og tengdir aðilar 82 prósent í Síldarvinnslunni. Þá eru þrír af fimm stjórnarmönnum Síldarvinnslunnar skipaðir af eða tengdir þessum aðilum. „Til viðbótar framangreindu eru vísbendingar um þétt stjórnunar- og eignatengsl milli Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar sem birtast m.a. í því að einn af stærstu eigendum Gjögurs hefur þar til nýverið gegnt starfi forstjóra Samherja, samhliða því að eiga eignarhlut í Síldarvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélag sem jafnframt er í eigu Samherja. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna veruleg tengsl á milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaaðilar gert grein fyrir áframhaldandi og viðvarandi viðskiptasambandi við Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögur. Tóku ekki endanlega afstöðu „Af hálfu samrunaaðila er byggt á því að Síldarvinnslan muni við kaupin fara ein með yfirráð yfir Bergi, en í þeirri afstöðu felst að samrunaaðilar telja að ekki hafi stofnast til yfirráða stórra eigenda Síldarvinnslunnar yfir fyrirtækinu, sem tilkynna beri Samkeppniseftirlitinu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Að sögn stofnunarinnar fela áðurnefndar upplýsingar þó í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem samrunaaðilar hafi gert grein fyrir. Þrátt fyrir það tekur eftirlitið ekki endanlega afstöðu til þess. Ástæðan fyrir því er að það telur ekki forsendur til íhlutunar í samrunann þótt að komist væri að niðurstöðu um hin mögulegu víðtækari yfirráð. „Í öðru lagi myndi endanleg úrlausn framangreindra yfirráða kalla á víðtækari gagnaöflun og rannsókn sem taka myndi til fleiri aðila. Ekki eru tök á því í þessu máli,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hyggst stofnunin á síðari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rannsaka nánar möguleg yfirráð og eftir atvikum samstarf hlutaðeigandi fyrirtækja. Sameina félögin á ný Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að saga Bergs og Bergs-Hugins sé samofin en stofnendur Bergs komu að stofnun þess síðarnefnda árið 1972. Árið 1983 dróg einn stofnenda sig svo út úr félaginu og hélt áfram útgerð undir merkjum Bergs. Bæði útgerðarfélögin gera út frá Vestmannaeyjum en árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi-Hugin sem rennur nú saman við Berg á ný. Að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar eru kaupin liður í að styrkja stoðir félagsins í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan stefnir nú á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.
Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Samkeppnismál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira