Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 32-23 | Hákon Daði með 15 mörk í sigri ÍBV Einar Kárason skrifar 28. febrúar 2021 15:39 Afturelding - ÍBV Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét ÍBV komst í dag aftur á sigurbraut er þeir unnu níu marka sigur á botnliði ÍR, 32-23, í Vestmannaeyjum. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum og gerði fimmtán mörk. Leikurinn í dag var skyldusigur fyrir ÍBV ef tekið var mið af töflunni en sýnd veiði er þó ekki alltaf gefin. Fyrir leik voru heimamenn í 8. sæti deildarinnar og þurftu á stigum að halda ætli þeir sér í úrslitakeppnina en ÍR verma botnsætið án stiga. Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega jafn en þrátt fyrir að Eyjamenn hefðu yfirhöndina áttu þeir í vandræðum með að slíta sig frá gestunum sem hafa verið að sýna fína spilamennsku upp á síðkastið. Munurinn var ekki mikill milli liðanna og héldu gestirnir úr Breiðholti í heimaliðið þar til lítið var eftir af fyrri hálfleiknum þegar ÍBV náði 4 marka forskoti. ÍR minnkaði muninn í 3 mörk og þar við sat þegar liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 16-13. Það sama var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleiks en þegar líða tók á hálfleikinn fór að draga af gestunum og á meðan heimamenn fóru að rúlla á hópnum og fengu ferska fætur inn. Við það jókst munurinn og undir lokin voru úrslitin aldrei spurning. Svo fór að leikar enduðu 32-23 og mikilvæg stig í hús hjá Eyjamönnum. Af hverju vann ÍBV? Reynsla í bland við unga og ferska leikmenn skilaði sigrinum í dag. Vörnin stóð vel, markvarslan til fyrirmyndar og sóknarleikurinn öflugur en Eyjamenn fengu 9 víti í leiknum og skoraði Hákon Daði Styrmisson úr þeim öllum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði minnir reglulega á að hann er einn besti leikmaður deildarinnar og hann gerði það í dag. Hann skoraði 15 af 32 mörkum ÍBV. Dagur Arnarsson og Arnór Viðarsson voru einnig öflugir en þeir gerðu 5 mörk hvor. Petar Jokanovic lokaði markinu á tímabili en hann varði í heildina 16 skot. Hjá gestunum var Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestur með 6 mörk á meðan Óðinn Sigurðsson varði 10 skot í marki ÍR. Hvað gerist næst? Eyjamenn fá Hauka í heimsókn á meðan ÍR taka á móti Valsmönnum. Kristinn B: Það er eitt að tapa og annað að tapa ,,Þetta var kannski fullstórt tap," sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, eftir leik. ,,Við höfum verið á fínu róli og hefðum ekki átt að tapa svona stórt. Við ætluðum að sækja 2 stig en því miður gekk það ekki upp. Við klikkum á dauðafærum og þeir eru með ágætis gaur í markinu (Petar Jokanovic) sem ver vel í dag, því miður." Eyjamenn skoruðu 9 mörk úr 9 vítum í leiknum, eitthvað sem Kristinn var ósáttur með. ,,Þetta eru gefins vítaköst," sagði hann. ,,Þeir dæma víti á allan andskotann sem er óþolandi." ,,Það er eitt að tapa og annað að tapa. Við höfum verið að spila vel undanfarið. Þá er í lagi að tapa. Við höfum átt leiki þar sem ekki er í lagi að tapa. Við getum alveg farið stoltir heim í dag. Ef við hefðum nýtt tækifærin okkar á móti markmanninum held ég að ÍBV hefði ekki tekið bæði stigin," sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla ÍBV ÍR
ÍBV komst í dag aftur á sigurbraut er þeir unnu níu marka sigur á botnliði ÍR, 32-23, í Vestmannaeyjum. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum og gerði fimmtán mörk. Leikurinn í dag var skyldusigur fyrir ÍBV ef tekið var mið af töflunni en sýnd veiði er þó ekki alltaf gefin. Fyrir leik voru heimamenn í 8. sæti deildarinnar og þurftu á stigum að halda ætli þeir sér í úrslitakeppnina en ÍR verma botnsætið án stiga. Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega jafn en þrátt fyrir að Eyjamenn hefðu yfirhöndina áttu þeir í vandræðum með að slíta sig frá gestunum sem hafa verið að sýna fína spilamennsku upp á síðkastið. Munurinn var ekki mikill milli liðanna og héldu gestirnir úr Breiðholti í heimaliðið þar til lítið var eftir af fyrri hálfleiknum þegar ÍBV náði 4 marka forskoti. ÍR minnkaði muninn í 3 mörk og þar við sat þegar liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 16-13. Það sama var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleiks en þegar líða tók á hálfleikinn fór að draga af gestunum og á meðan heimamenn fóru að rúlla á hópnum og fengu ferska fætur inn. Við það jókst munurinn og undir lokin voru úrslitin aldrei spurning. Svo fór að leikar enduðu 32-23 og mikilvæg stig í hús hjá Eyjamönnum. Af hverju vann ÍBV? Reynsla í bland við unga og ferska leikmenn skilaði sigrinum í dag. Vörnin stóð vel, markvarslan til fyrirmyndar og sóknarleikurinn öflugur en Eyjamenn fengu 9 víti í leiknum og skoraði Hákon Daði Styrmisson úr þeim öllum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði minnir reglulega á að hann er einn besti leikmaður deildarinnar og hann gerði það í dag. Hann skoraði 15 af 32 mörkum ÍBV. Dagur Arnarsson og Arnór Viðarsson voru einnig öflugir en þeir gerðu 5 mörk hvor. Petar Jokanovic lokaði markinu á tímabili en hann varði í heildina 16 skot. Hjá gestunum var Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestur með 6 mörk á meðan Óðinn Sigurðsson varði 10 skot í marki ÍR. Hvað gerist næst? Eyjamenn fá Hauka í heimsókn á meðan ÍR taka á móti Valsmönnum. Kristinn B: Það er eitt að tapa og annað að tapa ,,Þetta var kannski fullstórt tap," sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, eftir leik. ,,Við höfum verið á fínu róli og hefðum ekki átt að tapa svona stórt. Við ætluðum að sækja 2 stig en því miður gekk það ekki upp. Við klikkum á dauðafærum og þeir eru með ágætis gaur í markinu (Petar Jokanovic) sem ver vel í dag, því miður." Eyjamenn skoruðu 9 mörk úr 9 vítum í leiknum, eitthvað sem Kristinn var ósáttur með. ,,Þetta eru gefins vítaköst," sagði hann. ,,Þeir dæma víti á allan andskotann sem er óþolandi." ,,Það er eitt að tapa og annað að tapa. Við höfum verið að spila vel undanfarið. Þá er í lagi að tapa. Við höfum átt leiki þar sem ekki er í lagi að tapa. Við getum alveg farið stoltir heim í dag. Ef við hefðum nýtt tækifærin okkar á móti markmanninum held ég að ÍBV hefði ekki tekið bæði stigin," sagði Kristinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti