Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands um skjálftahrinuna á Reykjanesi. 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fimm yfir fjórum af stærð.

Við fjöllum einnig um óánægju með nýtt fyrirkomulag leghálsskimana en fullyrt er að HPV neikvæð krabbamein muni ekki finnast við skimun. 

Við fjöllum einnig um að ár er liðið frá því að kórónuveiruna greindist fyrst á Íslandi, segjum frá ávarpi Donalds Trump á ráðstefnu íhaldsmanna sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu og heyrum hljóðið í Skaftfellingum sem vilja gera fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi að safni um sögu skipsstranda.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×