Telur líklegt að skjálftahrinan deyi út á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:51 Skjálfti að stærð 3,9 varð rétt fyrir utan Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku. „Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
„Staðan er bara sú að við erum í miðri hrinu það hefur verið jarðskjálftavirkni á þremur stöðum í dag og hefur verið að færast aðeins í norðaustur, frá Fagradalsfjalli og nær Keili. Þar hafa mestu átökin verið,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er greinilega mikil spennulosun í gangi þar og þetta hefur sést áður. Við höfum séð það síðustu öld að það hafa orðið miklar hrinur þar. Það voru skjálftar í nótt við Trölladyngju og svo um hádegisbil voru skjálftar mjög nálægt Grindavík sem fundust vel þar,“ segir Kristín. Hún segir eðlilegt að fólki bregði þegar skjálftar eru komnir svo nálægt byggð, en upptök skjálftans nærri Grindavík í dag var aðeins um kílómetra frá byggð. „En sem betur fer voru þessir skjálftar ekki stærri en 3,9. Við auðvitað vonum að þeir haldi sér fjarri byggð en það er erfitt að spá í framhaldið,“ segir Kristín. Líklegt að hrinan deyi út á næstu dögum Hún segir stöðuna þá sömu og síðustu daga. Enn er óljóst hvort dragi úr skjálftahrinunni, hvort eldgos sé í vændum eða hvort von sé á stærri skjálftum. „Þetta er áfram bara svipuð staða, við erum áfram að fylgjast með þessari virkni og erum að gera ráð fyrir því að hún geti færst eitthvað til áfram og ennþá er þessi sviðsmynd inni að það geti komið stærri skjálftar,“ segir Kristín. Hún telur þó líklegt að það sé ekki mikið eftir af skjálftahrinunni. „Það er líklegt að þetta séu ekki margir dagar. Mér finnst líklegast að þetta deyi út í næstu viku,“ segir Kristín. Hún segir þó mikilvægt að muna að á Reykjanesi sé skjálftavirkni mikil, enda flekaskil á skaganum. „Jarðskjálftavirkni þarna hættir náttúrulega ekkert þar sem þarna eru flekaskil. Við sjáum það í gegn um söguna að það eru endurtekin átök á nokkurra ára fresti þannig að ég held að við verðum að vera undir það búin að þetta gerist aftur,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37 Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. 28. febrúar 2021 17:37
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31