Rétti tíminn fyrir aukna velferð er núna Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 1. mars 2021 09:00 Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun