Innlent

Færður í fangaklefa eftir bílveltu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan var með eftirlit í nótt milli hálfeitt og tvö með ástandi bifreiða í Breiðholti og Kópavogi.
Lögreglan var með eftirlit í nótt milli hálfeitt og tvö með ástandi bifreiða í Breiðholti og Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um bílveltu á Þingvallavegi við Mosfellsbæ.

Að því er segir í dagbók lögreglu missti ökumaðurinn stjórn á bíl sínum, ók út af og hafnaði á hvolfi ofan í skurði.

Sjúkrabíll kom á vettvang og var ökumaðurinn fluttur til aðhlynningar á bráðadeild. Eftir að hafa fengið aðhlynningu þar handtók lögreglan manninn þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur og var hann fluttur í fangaklefa.

Þá var tilkynnt um slys í Hlíðahverfi laust fyrir miðnætti. Ung kona hafði dottið á rafskútu og meiðst í andliti. Sjúkrabíll kom á vettvang og flutti konuna á bráðadeild en hún var með áverka á höku og munni.

Lögreglan var svo með eftirlit í nótt milli hálfeitt og tvö með ástandi bifreiða í Breiðholti og Kópavogi. Skráningarmerki voru fjarlægð af fjórtán bifreiðum sem höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma og/eða voru ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×