Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 27-15 | Góður sigur Hauka Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. mars 2021 19:41 Haukar - Fram Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Topplið Hauka unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 27-15. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Ekkert var skorað á fyrstu 5 mínútum leiksins. Haukar settu fyrstu tvö mörkin en Gróttumenn náðu í skottið á þeim og jöfnuðu. Þegar um stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik var hinsvegar ekki aftur snúið. Haukarnir settu í 5. gír. Björgvin Páll náði sér heldur betur á strik og Grótta skoraði ekki í 10 mínútur. Loksins á 20. mínútu náðu Gróttumenn að skora, en það var alltof seint. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 15-7 fyrir Haukum. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks einkenndust af töpuðum boltum beggja liða. Haukar slóu ekki slöku við. Héldu áfram í 7 á 6 og Grótta fann ekki svörin við því. Stefán Huldar náði sér ekki á strik á móti Haukunum, en hann er á láni frá Haukum. Lokatölur því 27-15. Afhverju unnu Haukar? Þeir voru miklu ákveðnari, voru líklegast að hefna fyrir tapið fyrir norðan, á móti KA. Klókt af þeim að spila 7 á 6 og það var ekki séns fyrir Gróttu að komast inn í leikinn. Björgvin Páll náði sér á strik í leiknum og var varnarleikurinn gríðarlega góður. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Adam Haukur Baumruk sem fór á kostum í sóknarleik Hauka og var með 8 mörk, 100% nýtingu. Björgvin Páll Gústavsson spilaði í 45 mínútur og var með 50% markvörslu. Andri Sigmarsson Scheving kom öflugur inn seinsta korterið og var með 57% markvörslu. Hjá Gróttu voru það Ólafur Brim Stefánsson, Birgir Steinn Jónsson og Daníel Örn Griffin atkvæðamestir með 3 mörk hvor. Stefán Huldar var með 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu gekk illa. Þeir áttu erfitt með að finna markið og var Haukavörnin of stór biti fyrir þá. Þeir áttu fá svör við 7 á 6 taktík Hauka og varnarleikurinn náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram föstudaginn 5. mars kl. 19:00, sækja Haukar, ÍBV heim. Það verður hörkuleikur enda hefur alltaf verið rígur á milli þessara liða. Einnig föstudaginn 5. mars kl 19:30 fer Grótta í heimsókn í Garðabæ og mætir þar Stjörnunni kl 19:30. Það verður eflaust erfitt verkefni þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar er mikið að vinna með 7 á 6. Aron: Þetta hefði geta orðið stærra Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handbolta, var ánægður með sigur sinna manna þegar þeir lögðu Gróttu að velli, 27-15 á Ásvöllum í kvöld. ,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er gott að við vorum komnir með gott forskot inn í hálfleikinn, við spilum mjög góða vörn í fyrri hálfleik og góð markvarsla. Við vorum einnig agaðir sóknarlega,“ sagði Aron eftir leik. Haukar voru að spila 7 á 6 nánast allan leikinn og fundu Gróttumenn enginn svör við því. ,,Við ætluðum að spila 7 á 6 og mér fannst það ganga mjög vel. Við hefðum getað náð forskoti fyrr, í byrjun leiks en mér fannst við vinna vel úr þessu og við sköpuðum mikið af góðum færum.“ ,,Það datt aðeins botninn úr þessu í seinni hálfleik. Við vorum komnir vel yfir, þá klúðrum við tveimur vítum og dauðafærum. Aðeins framhjá markinu, langar sendingar. Þetta hefði geta orðið stærra en ég er samt sem áður ánægður með 12 marka sigur.“ Næsti leikur Hauka verður við ÍBV á föstudaginn og hafa þessi tvö lið eldað grátt silfur saman síðustu ár og því búist við hörkuleik. ,,Leikur á föstudaginn. Vestmannaeyjar, þeir leikir eru alltaf erfiðir, erfiðir heim að sækja. Þetta snýst um að reyna ná sér eftir þennan leik og þessa erfiðu törn núna og við verðum klárir á föstudaginn.“ Arnar Daði Arnarsson: Þeim leið illa í 60 mínútur Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var að vonum svekktum með frammstöðu sinna manna eftir tap á móti Haukum í kvöld. Lokatölur leiksins 27-15. „Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Haukar Grótta
Topplið Hauka unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 27-15. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Ekkert var skorað á fyrstu 5 mínútum leiksins. Haukar settu fyrstu tvö mörkin en Gróttumenn náðu í skottið á þeim og jöfnuðu. Þegar um stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik var hinsvegar ekki aftur snúið. Haukarnir settu í 5. gír. Björgvin Páll náði sér heldur betur á strik og Grótta skoraði ekki í 10 mínútur. Loksins á 20. mínútu náðu Gróttumenn að skora, en það var alltof seint. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 15-7 fyrir Haukum. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks einkenndust af töpuðum boltum beggja liða. Haukar slóu ekki slöku við. Héldu áfram í 7 á 6 og Grótta fann ekki svörin við því. Stefán Huldar náði sér ekki á strik á móti Haukunum, en hann er á láni frá Haukum. Lokatölur því 27-15. Afhverju unnu Haukar? Þeir voru miklu ákveðnari, voru líklegast að hefna fyrir tapið fyrir norðan, á móti KA. Klókt af þeim að spila 7 á 6 og það var ekki séns fyrir Gróttu að komast inn í leikinn. Björgvin Páll náði sér á strik í leiknum og var varnarleikurinn gríðarlega góður. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Adam Haukur Baumruk sem fór á kostum í sóknarleik Hauka og var með 8 mörk, 100% nýtingu. Björgvin Páll Gústavsson spilaði í 45 mínútur og var með 50% markvörslu. Andri Sigmarsson Scheving kom öflugur inn seinsta korterið og var með 57% markvörslu. Hjá Gróttu voru það Ólafur Brim Stefánsson, Birgir Steinn Jónsson og Daníel Örn Griffin atkvæðamestir með 3 mörk hvor. Stefán Huldar var með 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu gekk illa. Þeir áttu erfitt með að finna markið og var Haukavörnin of stór biti fyrir þá. Þeir áttu fá svör við 7 á 6 taktík Hauka og varnarleikurinn náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram föstudaginn 5. mars kl. 19:00, sækja Haukar, ÍBV heim. Það verður hörkuleikur enda hefur alltaf verið rígur á milli þessara liða. Einnig föstudaginn 5. mars kl 19:30 fer Grótta í heimsókn í Garðabæ og mætir þar Stjörnunni kl 19:30. Það verður eflaust erfitt verkefni þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar er mikið að vinna með 7 á 6. Aron: Þetta hefði geta orðið stærra Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handbolta, var ánægður með sigur sinna manna þegar þeir lögðu Gróttu að velli, 27-15 á Ásvöllum í kvöld. ,,Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er gott að við vorum komnir með gott forskot inn í hálfleikinn, við spilum mjög góða vörn í fyrri hálfleik og góð markvarsla. Við vorum einnig agaðir sóknarlega,“ sagði Aron eftir leik. Haukar voru að spila 7 á 6 nánast allan leikinn og fundu Gróttumenn enginn svör við því. ,,Við ætluðum að spila 7 á 6 og mér fannst það ganga mjög vel. Við hefðum getað náð forskoti fyrr, í byrjun leiks en mér fannst við vinna vel úr þessu og við sköpuðum mikið af góðum færum.“ ,,Það datt aðeins botninn úr þessu í seinni hálfleik. Við vorum komnir vel yfir, þá klúðrum við tveimur vítum og dauðafærum. Aðeins framhjá markinu, langar sendingar. Þetta hefði geta orðið stærra en ég er samt sem áður ánægður með 12 marka sigur.“ Næsti leikur Hauka verður við ÍBV á föstudaginn og hafa þessi tvö lið eldað grátt silfur saman síðustu ár og því búist við hörkuleik. ,,Leikur á föstudaginn. Vestmannaeyjar, þeir leikir eru alltaf erfiðir, erfiðir heim að sækja. Þetta snýst um að reyna ná sér eftir þennan leik og þessa erfiðu törn núna og við verðum klárir á föstudaginn.“ Arnar Daði Arnarsson: Þeim leið illa í 60 mínútur Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var að vonum svekktum með frammstöðu sinna manna eftir tap á móti Haukum í kvöld. Lokatölur leiksins 27-15. „Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti