Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 18:08 Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Veðurstofa Íslands Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29