Innlent

Einn úr­skurðaður í far­bann vegna morðsins í Rauða­gerði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn var úrskurðaður í átta daga farbann í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði. 
Einn var úrskurðaður í átta daga farbann í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði.  Vísir

Einn var í dag úrskurðaður í átta daga farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Farbannið tengist rannsókn á manndrápi í austurborg Reykjavíkur í síðasta mánuði. Viðkomandi hefur áður setið í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út næstkomandi miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ekki fást frekari upplýsingar hjá lögreglu um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Óvíst um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Engin ný tíðindi eru af rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Margeir Sveinsson í tilkynningu frá lögreglu. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna haldi áfram en sé mjög tímafrekt.

Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið.

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×