Sigurganga Manchester City heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2021 21:55 Gabriel Jesus skoraði tvívegis í sigri Manchester City í kvöld. EPA-EFE/Carl Recine Manchester City hefur nú leikið 28 leiki í röð án þess að bíða ósigur en liðið vann Wolverhampton Wanderers 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá hefur City-liðið unnið 21 leik í röð. Leikurinn gat vart byrjað betur fyrir City en liðið hóf leikinn af krafti og komst yfir þegar aðeins fimmtán mínútur voru liðnar. Leander Dendoncker varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir góða sókn City. Leander Dendoncker is the third Wolves player to score an own goal in the Premier League this season. Jimenez vs. West Ham Semedo vs. Liverpool Dendoncker vs Man City Unlucky. pic.twitter.com/YpFHUW8Ol2— Squawka Football (@Squawka) March 2, 2021 Riyad Mahrez átti fasta fyrirgjöf frá hægri eftir magnaða sendingu Rodri inn fyrir vörn Wolves. Hefði Dendoncker ekki skorað í eigið net þá hefði Raheem Sterling líklega náð knettinum. Aymeric Laporte hélt hann hefði komið Manchester City í 2-0 á marka mínútunni sjálfri. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að ekki mátti miklu muna en um rangstöðu var að ræða og markið dæmt af. Staðan því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum fékk Wolves aukaspyrnu á góðum stað. João Moutinho gaf fyrir markið þar sem Conor Cody stangaði knöttinn í netið. Um var að ræða fyrsta „skot“ Wolves í leiknum og raunar fyrsta skipti sem þeir snertu boltann í teig City. 1 - Conor Coady's goal was Wolves' first shot of the match, while it was also their first touch inside Man City's penalty area. Opportunity. pic.twitter.com/GnV7gPf4Ra— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2021 Þá var þetta fyrsta mark Connor Cody í ensku úrvalsdeildinni. 1 - Conor Coady has scored his first ever Premier League goal on what is his 103rd appearance - it was also the first shot on target in his PL career (third shot overall). Unlikely. pic.twitter.com/GUqn3W35s6— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2021 Það tók City sinn tíma að brjóta vörn gestanna niður á nýjan leik en eftir að það tókst þá galopnaðist hún. Gabriel Jesus skoraði með skoti af stuttu færi þegar tíu mínútur lifðu leiks. Boltinn datt fyrir fætur hans eftir fyrirgjöf Kyle Walker af hægri vængnum. Mahrez bætti svo við þriðja marki City þegar venjulegur leiktími var að renna út en hann skoraði þá með föstu vinstri fótar skoti niðri í vinstra hornið eftir að varamaðurinn Owen Otasowie var að drolla með boltann í eigin vítateig. Boltinn tapaðist og endaði hjá Mahrez. Staðan orðin 3-1 og áður en leik lauk var hún orðin 4-1. Jesus skoraði þá eftir að Rui Patricio – sem var annars frábær í leiknum – varði boltann út í teig. Jesus var flaggaður rangstæður en eftir að markið var skoðað kom í ljós að Brassinn var ekki fyrir innan. Lokatölur á Etihad-vellinum í Manchester því 4-1 fyrir City og liðið nú með 15 stiga forystu á nágranna sína í United. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City hefur nú leikið 28 leiki í röð án þess að bíða ósigur en liðið vann Wolverhampton Wanderers 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá hefur City-liðið unnið 21 leik í röð. Leikurinn gat vart byrjað betur fyrir City en liðið hóf leikinn af krafti og komst yfir þegar aðeins fimmtán mínútur voru liðnar. Leander Dendoncker varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir góða sókn City. Leander Dendoncker is the third Wolves player to score an own goal in the Premier League this season. Jimenez vs. West Ham Semedo vs. Liverpool Dendoncker vs Man City Unlucky. pic.twitter.com/YpFHUW8Ol2— Squawka Football (@Squawka) March 2, 2021 Riyad Mahrez átti fasta fyrirgjöf frá hægri eftir magnaða sendingu Rodri inn fyrir vörn Wolves. Hefði Dendoncker ekki skorað í eigið net þá hefði Raheem Sterling líklega náð knettinum. Aymeric Laporte hélt hann hefði komið Manchester City í 2-0 á marka mínútunni sjálfri. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að ekki mátti miklu muna en um rangstöðu var að ræða og markið dæmt af. Staðan því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum fékk Wolves aukaspyrnu á góðum stað. João Moutinho gaf fyrir markið þar sem Conor Cody stangaði knöttinn í netið. Um var að ræða fyrsta „skot“ Wolves í leiknum og raunar fyrsta skipti sem þeir snertu boltann í teig City. 1 - Conor Coady's goal was Wolves' first shot of the match, while it was also their first touch inside Man City's penalty area. Opportunity. pic.twitter.com/GnV7gPf4Ra— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2021 Þá var þetta fyrsta mark Connor Cody í ensku úrvalsdeildinni. 1 - Conor Coady has scored his first ever Premier League goal on what is his 103rd appearance - it was also the first shot on target in his PL career (third shot overall). Unlikely. pic.twitter.com/GUqn3W35s6— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2021 Það tók City sinn tíma að brjóta vörn gestanna niður á nýjan leik en eftir að það tókst þá galopnaðist hún. Gabriel Jesus skoraði með skoti af stuttu færi þegar tíu mínútur lifðu leiks. Boltinn datt fyrir fætur hans eftir fyrirgjöf Kyle Walker af hægri vængnum. Mahrez bætti svo við þriðja marki City þegar venjulegur leiktími var að renna út en hann skoraði þá með föstu vinstri fótar skoti niðri í vinstra hornið eftir að varamaðurinn Owen Otasowie var að drolla með boltann í eigin vítateig. Boltinn tapaðist og endaði hjá Mahrez. Staðan orðin 3-1 og áður en leik lauk var hún orðin 4-1. Jesus skoraði þá eftir að Rui Patricio – sem var annars frábær í leiknum – varði boltann út í teig. Jesus var flaggaður rangstæður en eftir að markið var skoðað kom í ljós að Brassinn var ekki fyrir innan. Lokatölur á Etihad-vellinum í Manchester því 4-1 fyrir City og liðið nú með 15 stiga forystu á nágranna sína í United.