Skoða nýjar staðsetningar þar sem eldgos gæti komið upp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 20:05 Kort sem unnið var af eldfjallafræði- pg náttúruvárhópi Háskóla Íslands sýnir líklegar leiðir hrauns ef til goss kæmi. Háskóli Íslands Gangi spár Veðurstofunnar eftir yrði um hættulítið eldgos að ræða sökum fjarlægðar frá þéttbýli en gasmengun gæti haft sitt að segja þar sem mengun fari upp fyrir heilsuverndarmörk í klukkustund. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent