Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 23:56 Viðskiptavinur kemur úr verslun í Dallas. Grímuskylda verður afnumin frá og með 10. mars. AP/LM Otero Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira