Veðja á hvern? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 3. mars 2021 07:32 „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
„Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar