Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2021 10:34 Hraun sem runnið hefur í sprungugosum á Reykjanesskaga þekur um fjórðung af flatarmáli skagans. Vísir/Vilhelm Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Höfundar svarsins eru þeir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun, og Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur. Eins og flestum landsmönnum er eflaust kunnugt hefur mikil jarðskjálftavirkni verið á Reykjanesskaga undanfarna viku eða allt frá því að öflugur jarðskjálfti, 5,7 að stærð, reið þar yfir á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Síðan þá hafa fjölmargir stórir skjálftar mælst á svæðinu sem fundist hafa víða um land. Margir þeirra hafa verið yfir fjórum að stærð og nokkrir til viðbótar yfir fimm. Jarðvísindamenn fylgjast vel með svæðinu og þá sérstaklega merkjum um að eldgos á svæðinu sé mögulega að fara að hefjast. Ástæðan er sú að vísindamennirnir telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Vísindamenn fylgjast vel með skjálftavirkninni á skaganum.Vísir/Vilhelm Sprungugos aðalgosváin Ekki hefur gosið á Reykjanesskaga í 800 ár en undanfarna áratugi hefur mikil jarðfræðivinna farið fram á skaganum. Nákvæm kort hafa til að mynda verið gerð af skaganum og þá er vitað nokkurn veginn hvaða gos eru frá hvaða tíma, hvenær þau urðu, hversu stór þau eru og hversu langt þau runnu, líkt og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi í viðtali á Vísi í gær. Í svari þeirra Kristjáns og Magnúsar á Vísindavefnum segir að aðalgosváin á Reykjanesskaga stafi af sprungugosum. Hraun frá slíkum gosum þekji um fjórðung af flatarmáli skagans og eru lengstu gígaraðirnar tíu til tuttugu kílómetra langar. „Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu),“ segir í svarinu. Umrædda töflu má sjá hér fyrir neðan en hún miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast í flestum tilfellum til lítilla hrauna. Taflan með skýringartexta eins og hún er birt í svarinu á Vísindavefnum. Kvikustrókar í byrjun þegar það gýs eftir endilöngu sprungukerfinu Eins og áður segir hefur algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju gosi. „Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.“ Sprungugosum fylgja síðan kvikustrókar í byrjun og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu að því er segir í svari Kristjáns og Magnúsar. „Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Höfundar svarsins eru þeir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun, og Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur. Eins og flestum landsmönnum er eflaust kunnugt hefur mikil jarðskjálftavirkni verið á Reykjanesskaga undanfarna viku eða allt frá því að öflugur jarðskjálfti, 5,7 að stærð, reið þar yfir á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Síðan þá hafa fjölmargir stórir skjálftar mælst á svæðinu sem fundist hafa víða um land. Margir þeirra hafa verið yfir fjórum að stærð og nokkrir til viðbótar yfir fimm. Jarðvísindamenn fylgjast vel með svæðinu og þá sérstaklega merkjum um að eldgos á svæðinu sé mögulega að fara að hefjast. Ástæðan er sú að vísindamennirnir telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Vísindamenn fylgjast vel með skjálftavirkninni á skaganum.Vísir/Vilhelm Sprungugos aðalgosváin Ekki hefur gosið á Reykjanesskaga í 800 ár en undanfarna áratugi hefur mikil jarðfræðivinna farið fram á skaganum. Nákvæm kort hafa til að mynda verið gerð af skaganum og þá er vitað nokkurn veginn hvaða gos eru frá hvaða tíma, hvenær þau urðu, hversu stór þau eru og hversu langt þau runnu, líkt og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi í viðtali á Vísi í gær. Í svari þeirra Kristjáns og Magnúsar á Vísindavefnum segir að aðalgosváin á Reykjanesskaga stafi af sprungugosum. Hraun frá slíkum gosum þekji um fjórðung af flatarmáli skagans og eru lengstu gígaraðirnar tíu til tuttugu kílómetra langar. „Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu),“ segir í svarinu. Umrædda töflu má sjá hér fyrir neðan en hún miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast í flestum tilfellum til lítilla hrauna. Taflan með skýringartexta eins og hún er birt í svarinu á Vísindavefnum. Kvikustrókar í byrjun þegar það gýs eftir endilöngu sprungukerfinu Eins og áður segir hefur algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju gosi. „Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.“ Sprungugosum fylgja síðan kvikustrókar í byrjun og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu að því er segir í svari Kristjáns og Magnúsar. „Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira