Innlent

Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
keilir
keilir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 

Í skjálftatöflu á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi verið 3,8 að stærð og eru gæði mælinga orðin 99 prósent. Skjálftinn varð um 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili.

Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2.

Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir.

Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Sprungu­gos á Reykja­nes­skaga vart staðið lengur en í viku

Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna.

Tveir snarpir skjálftar í nótt

Eftir smá hlé síðdegis í gær og gærkvöldi frá öflugum skjálftum í jarðskjálftahrinunni sem nú skekur Reykjanesskagann vöknuðu ef til vill einhverjir íbúar suðvesturhornsins við tvo snarpa skjálfta sem urðu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×