Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 22:11 Björgunarsveitafólk stendur vaktina við Keili í dag. Vísir/Vilhelm Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá. Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira