Enn mælast snarpir skjálftar þótt ekki sé búist við gosi á næstu klukkustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. mars 2021 06:34 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands að störfum á Reykjanesskaganum í gær eftir að óróapúlsinn mældist. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum en ekki er þó byrjað að gjósa. Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira