Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:39 Skjálftavirknin hefur nú aftur færst í áttina að Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira